Iðunn - 01.01.1884, Side 46

Iðunn - 01.01.1884, Side 46
40 Björnstjerne Björnson: »|>ví á hann fremr nú en áðr að fá að troða sér upp á milli mín og annara?«—»Hann kemst hvergi upp á milli; ekki framar en að rir vilja.« — »f>að erbágt að vita, hvað aðrir vilja.« — »J>að veiztu nú full- vel.« — »Að minsta kosti ségir hún ekkert sjálf.« — »En að heyra til þín, maðr!« sagði Ingiríðr, og leit hálf-önugt til hans, stóð svo upp ogleit aftr fyrir sig. Hann fleygði nú kvistinum, sem hann var að tálga, slíðraði hníf sinn og snéri sér að henni: »Heyrðu,— ég er af og til hálf-leiðr yfir þessu. Eólk leggr ó- orð bæöi á mig og hana, af þvf að öllu er leynt fyrir manna sjónum. Og hins vegar kem eg ekki einu sinni nokkurn tíma yfir að Sunnuhvoli, — af því að foreldrum hennar geðjast ekki að mér, eftir því sem hún segir. Eg má ekki heimsækja hana, eins og aðrir ungir menn heimsækja unnustur sínar, af því hún er nú af þessu helga fólki—náttúrlega !«—»|>or- björn!« sagði Ingiríðr og varð hálf-óróleg; en hann hélt áfram : »Faðir minn vill ekki tala mínu máli; hann segir, að ég fái hana, ef ég verðskuldi hana. Bull, tómt bull annarsvegar,-—og ekkert til að vega upp á móti bullinu hinsvegar.— Já, ég veit ekki einu sinni, hvort hún í rauuinni------« Hér hljóp Ingi- rfðr að honum, tók hendinni fyrir munninn á honum og leit aftr um leið. J>á var greinunum aftr vikið til hliðar, og há og grannvaxin mær kom fram úr runnanum, stokkrjóð í framan ; það var Sigrún. »Sæl verið þið!« sagði hún. Ingiríðr leit til þorbjarnar, eins og hún vildi segja : |>arna getrðu nú séð ! — jporbjörn leit til Ingiríðar, eins og hann vildi segja : þetta hefðirðu okki átt að gjöra ! Hvor- ugt þeirra leit til Sigrúnar. »Má ég ekki setja mig dálítið niðr hjá ykkr? Eg hefi gengið mikið í dag.«

x

Iðunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.