Iðunn - 01.01.1884, Blaðsíða 66
60 fívæði.
J>að kvaddi þau suðrænu, sólbjörtu löndin,
Með segulkrapt teygði það fósturlandsströndin,
Og nú við hraunin og holt og mó
það hjörtum gefur fró.
|>ó veit jeg í löndunum sunnar er sagt,
Að sorglega heiðlóan kveði,
|>ar vorið sitt hljómfegra lag hefir lagt
Með lævirkjans dillandi gleði.
|>ar er lóunnar kvak svo sem auðnar hljóð eitt,
En efst upp við norðrið það gleði fær veitt,
Ilið fyrsta lóukvak ; — þá hverfa hjörn
Við hrjóstrin grá það kætir Islands börn.
Stgr. Th.
Excelsior1.
Eptir
Longfellow.
Af rökkur-faldi fold var skygð,
jpá fór um þorp í Alpa bygð
Einn ungur sveinn á fsa slóð
Með undra fána, hvar á stóð :
Excelsior.
Hrygg var hans brá, þó brunnu snörp
Und brúnum augun hvöss og skörp,
Og silfurlúðurs áþekt óm
Með annarlegum kvað hann róm :
Excelsior.
i) Orðið Excelsior þýðir: hærri, og er með því táknuð
in húleita Og himneska stefna æskumannsins, sem fram
kemur í kvæðinu.