Iðunn - 01.07.1885, Blaðsíða 50
44
Alexander Puschkin :
ingi okkar kallaði til hans við Uppstigningarkirkj-
una, enn er hann þekti grafarann, bauð hann hon-
um góða nótt. ]pað var orðið framorðið. Adrian
var rétt að segja kominn heim, en þá sá hann ekki
betur en að einhver gengi að húsi hans, opnaði hurð-
ina og færi inn.
»Iívað mun það eiga að þýða?« sagði hann við
sjálfan sig. »Hver skyldi nú vilja finna mig? Skyldi
það vera þjófur eða flagararnir farnir að heimsækja
þær dætur mínar? það er óláns merki«.
Og það var rétt komið að því að hann kallaði á
Jurko vin sinn og bæði hann að hjálpa sér. í sömu
svifum kom annar maðr að dyrunum og ætlaði inn,
enn er hann sá, að Adrian kom hlaupandi, nam
hann staðar og lyfti þríspertum hatti. Adrian þótt-
ist þekkja andlitið, en gat þó ekki undir eins komið
því fyrir sig.
»þér komið til mín« sagði Adrian másandi; »gerið
þér svo vinsamlega að ganga inu«.
»Og verið þér nú ekki að því arna, kunningi!«
sagði maðrinn og var sem röddin kæmi úr tómri
tunnu, »gangið þér á undan og vísið þér gestum yðar
leið«.
Adrian hafði engan tíma til þess að segja rneira;
dyrnar stóðu opnar, hanti gekk upp riðið, og gestr-
inn á eftir honum. Adrian fanst eins og menn væri
á gangi fram og aftr í herbergjum hans.
»Hver andskotinn er þetta?« sagði hann við sjálfan
sig og stökk inn. Enn þar brugðust honum fæturnir.
Ilúsið var troðfult af draugum. Tunglið skein
inn um gluggann og skaut glampa á gul og blá
andlit þeirra, þornaðar varirnar, döpur og hálflokuð