Iðunn - 01.07.1885, Side 68

Iðunn - 01.07.1885, Side 68
62 Friedrich von Hellvald: skemtibústaðir eru þar reistir hundruðum saman, og blómlegr smágarðr í kring; þar á meðal er og bær sá, er Hodgson málfræðingr reisti þar 2264 metra hátt uppi á hól með skrautlegum blóm- og aldingörðum í kring, en yfir gnæfa jökulræmurnar. A þessum sjónarhóli er skemtilegt að vera á sumr- um, því að nætr eru hór kaldar og sumarhiti ekki meiri á daginn enn um hásumar á Islandi. Ofnar eru í öllum húsum, og er æfinlega lagt í þá á vetrum. og oft haust og vor. Norðrálfumenn þar eystra þrá því mjög að komast til Dardschilling, því að kuldinn verðr þeim að nautn. Menn fagna því að losast úr hitabrælunni á láglendiuu, og finst nýtt líf fara um liini sér í hinu ágæta fjallalofti. Enn til þess þó að láta rnenn ekki venjast á óþarfa ofr- sælu, er þar nóg af bitflugum, blóðsnjáldrum og kláðaflugum (simulia); er stunga þeirra mjög sár og bólgnar og roðnar hörundið eftir. Auk þess er þar mikið af blóðsugum, og bíta þær ekki sárara en svo, að sofandi maðr vaknar ekki við það; það blæðir lít- ið úr bitinu, enn það er ilt að græða það. Undar- legt er að blóðsugur þessar finnast 3350 metra hátt. Voðaleg rándýr, t. d. tígrar, eiga stundum leið sína þangað upp eftir, og fílar hafa verið veiddir 3000 metra hátt yfir sjávarmál. Eftir þenna útúrdúr skulum vér aftr snúa til ensku hjónanna. Svo sem sjá má á því, sem á undan er farið, er Dardschilling staðr, sem má vera nóg að sjá fyrir fegrðar sakir. Enn frú F. var það ekki nóg, hohlr vildi hún skilyrðislaust fá að sjá meira af leyudardómum Iudíafjalla, og maðrinu henuar komst ekki uudan því og varð að láta undan. Nú var farið að

x

Iðunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.