Iðunn - 01.07.1885, Side 34

Iðunn - 01.07.1885, Side 34
28 Helgun dýrlinga. að taka þá í helgra manna tölu. En hinn heilagi faðir, sem vill eigi hrapa að svo mikilsverðu máli, frestar úrskurðinum og skipar almennt bænahald til þess að öðlast ljós af hæðum. Samt sem áður taka smiðir og bókbindarar þegar til verka að sníða niður gylltan pappír og líma innan um Pjeturskirkjuna til helgunarhátíðarinnar. Eptir tvær nýjar ráðstefn- ur, hálfopinberar, ákveður páfi loks daginn, er hin helga athöfn skuli fram fara, og allur lýður fagnar því, að svo langt er þó komið skilningi hins heilaga föður—; því útkljáð er samt málið engan vegin enn. þeir voru 27, sem setjaskyldi í helgra manna tölu í það sinn, er hjör segir frá, einn Spánverji, Miguelde Santis, og 26 Japansmenn. De Santis dó á sóttar- sæng, en á að hafa læknað sjúka margsinnis eptir dauða siun. Japansmennirnir voru krossfestir allir í einu árið 1595 og þoldu píslarvættisdauða sinn eins og hetjur. Atti það sjer einkum stað um þrjá Jesvireglumenn (Jesúíta) þeirra á meðal, ungmenni fyrir innan tvítugt, og sem hefðu átt hægt með að forða lifi sínu, ef þeir hefðu að eins vilja þræta fyrir, að þeir væru orðnir reglubræður; en þeir »gripu í þess stað fegins hendi tækifærið til þess að ávinna sjer píslarvættiskórónuna á svo ungum aldrin. þetta var nú gott og blessað og harla fagurt; en það var kirkjunni ekki nóg; hún krefst umfram allt krapta- verka. Og þau vantaði heldur ekki. Talsmennirnir nefndu í ræðum sínum jarðskjálpta, flóð, hala- stjörnu, sem grúfði yfir Japanseyjum með hala sín- um, þrjá eldstöpla, er færðust frá aftökustaðnum á nóttum uppi yfir klaustur sjálfra píslarvottanna, og loks, að mynd hins hoilaga Franz af Assisi hefði

x

Iðunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.