Iðunn - 01.07.1885, Blaðsíða 64
58
Fricdricli von Hellwald:
því allir þeir er ferðast þar um, skroppið þangað
til þess að líta á þessa nafnkunnu fjallgarða, sem
voru aðsetr guðanna eftir hinum heilögu sögutn
Inda. Um þúsundir ára hafa Hindúar farið pfla-
grímsgöngur þangað að hofum og ölturum guðdóma
sinna. Hið heilagasta af öllum þeirra fljótum,
Ganges, vindr sig þar fram úr jökulhungum og
hamragjám. Landfræðingar Araba nefndu þenna
langa fjallgarð »hamrabelti jarðarinnar«, enn þó það
spenni ekki alla jörðu, er það þó furðu langt samt.
Meginfjallið, sem liggr milli fljótanna Bramaputra
og Indus, er 2300 kílómetra (kílómetri er 3200 dönsk
fet; 1 dönsk míla er 7-J kilómetri), og þar er hlað-
ið saman hæstu tindum í heimi. Bak við þenna
mikla heimsmúr eru hinar dularfullu háslóttnr Mið-
asíu, sem enn eru ekki fullkannaðar ; þær eru vagga
mannkynsins, því að þaðan er sprottið það þjóða-
kyn, sem vér teljum oss til og hinn ariski ættbogi,
sem tók Indland herskildi.
Fáir eru þeir Norðrálfumenn, sem hafa dirfzt að
klífa upp í hæðir Indíafjalla, til þess að rannsaka
þessi svæði endalausra fanna, sem jötunvaxni hrím-
þussinn, Mount Everest, hæsti tindr í heimi (8840
metra), hefir gnæft og drotnað yfir um þúsundir
þúsunda ára. J>að var ekki fyrr enn í byrjun 19.
aldar, að tveir enskir offísérar dirfðust að koma
inn í þessa eyðimörk; þangað til hafði enginn
Norðrálfumaðr lagt á hættu að koma þangað upp í
fjöllin, því að menn héldu að þar væri slíkar þussa-
þjóðir. ]peir skýrðu fyrst nákvæmt frá löndum
þessum. Margir landsmenn þeirra fylgdu síðan
dæmi þeirra, og juku hinar fyrri ferðasögur með vís-