Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Qupperneq 14
300
Porleifur H. Bjarnason:
[ IÐUNN
kostaði kapps um að kynnast mönnum og málefnum.
Þegar hann svo þóttist hvergi vanbúinn, réðst hann
með frámunalegri ófeilni að tveimur helztu atkvæða-
mönnum andstæðingaflokksins, Randolph Churchill
lávarði og heljarmenninu Josef Chamberlain. Hefir
I.loyd-George vitanlega ekki dulist, að vegur hans
innan þings og utan mundi vaxa að miklum mun,
ef sóknin tækist vel. Chamberlain, sem var annars
manna stiltastur, þó leitað væri á hann, hrást við
stórreiður; en Lloyd-George lét sér hvergi bregða
við gagnsókn hans. í*ótti þá sýnt, að frjálslyndi flokk-
urinn ætti, þar sem Lloyd-George var, jafnoka Cham-
berlains í rökfimi og orðasennu. Eftir þetta fóru á-
hrif Lloyd-George’s óðum vaxandi. Hann var einhver
sárbeittasti andstæðingur íhaldsstjórnarinnar, sem fór
með völdin 1895—1903, og átaldi harðlega ýmsar
gerðir hennar, einkum aðfarirnar við Búa. Höfuð-
leiðtogar frjálslynda ílokksins þá voru annaðhvort
heldur fylgjandi ófriðnum eða létu liann óátalinn,
sennilega af þvi að þeir töldu það hollast fyrir flokk-
inn, eftir því sem á stóð, eða treystu sér ekki til að
risa mót almenningsálitinu, sem var víðast hvar ein-
dregið með ófriðnum. Lloyd-George var staddur í
Canada, þegar ófriðurinn hófst 1899. Hann hélt þegar
i stað heim á leið til þess að hefjast handa gegn
styrjöldinni, er hann laldi smán fyrir land og lýð.
Hann kvað frjálslynda flokkinn svíkja orð sin og
eiða, ef hann risi ekki öndverður gegn þessari óhæfu.
í fyrstu friðarræðunni, er Lloyd-George ílutti í Car-
marthen i Wales komst hann meðal annars svo
að orði:
»Ef ég notaöi ckki hvert færi, seni niér býðst, til pess aö
andmæla pví, sem ég kalla háðung, myndi ég telja mig
niðing gagnvart guði og mönnum. Og ég ber hér fram
mótmæli min í kveld, jafnvel pó ég verði að fara vinum
firtur burtu frá Carmarthen á morgun.«