Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Page 31
IÐUNN]
Ileimsmyndin n\”ja.
317
Þetta vakti almenna athygli manna og gaf meðal
annars Pasteur (1822—95) tilefni til aðdáanlegra
rannsókna, sem hann hélt áfram í saraíleytt fjögur
ár og allar miðuðu að því að sýna það og sanna á
alveg órækan hátt, að líf gæti ekki kviknað þannig
alveg af sjálfsdáðum án þess að nokkur lífsfrjó væru
til staðar. Beitti hann til þessa mörgum og mjög
nákvæmum rannsóknaraðferðum. Sýndi hann fyrst
og fremst fram á, að einhverskonar smáverur kvikn-
uðu jafnan í slíkum næringarvökvum, ef loftið fengi
að leika um þá; lífsfrjóin bærust nefnilega jafnan
með loftinu að næringarefnunum. Pví næst sýndi liann
fram á, að ef loftið væri annaðhvorl dauðhreinsað
með því að glóðhita það nógu lengi eða að eins
síað nógu nákvæmlega með baðmull eða á annan
hátt, kviknuðu engin smákvikindi í næringarefnun-
um. Þá sýndi hann og fram á það, að hreint fjalla-
loft væri því nær gersneytt öllum lífsfrjóum, en aftur
á móti væri venjulegt bæjalofl, einkum í stórborg-
um, fult af þeim. Og loks sýndi hann fram á það
með órækum tilraunum, að næringarefni gætu haldist
hrein og alveg ómenguð af öllum lífsverum árum
saman, ef engin lífsfrjó bærust að þeim frá um-
hverfinu. Að endingu sýndi hann fram á, í hverju
lilraunum fyrirrennara sinna hefði verið áfátt og
hvaða tálgryfjur þeir hefðu dottið í við rannsóknir
sínar. Þannig sýndi liann fram á það skref fyrir
skref og á alveg órækan hátt, að líf gæti ekki
kviknað alt í einu og svo að segja af sjálfsdáðum,
ef engin lífsfrjó væru til staðar.
Og þessar rannsóknir Pasteur’s leiddu nú einnig
af sér annað, sem í raun réltri var miklu mikils-
verðara. Því að meðan hann var að gera þær,
l'ann hann sóttkveikjurnar að ýmsum sjúkdómum,
smáverur ósjmilegar berum augum, er leiddu af sér
ákveðna sjúkdóma, er þær bárust inn í líkama