Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Side 41
IÐUNN1
Fiðlu-Björn.
327
Upp skal nú klífa allan hamrastallinn,
upp á tindinn, uns ég veginn íinn.
— Hann séra Hálfdán! Ætli’ eg kenni karlinn,
kannist við hann móðurbróður minn!
Fyrsti þáttur.
1. atriði.
[Að Felli í Sléttuhlíð. Kvöld. Séra Hátfdán, roskinn
maður og virðulegur ásýndum, situr í stofu með ritninguna
fyrir framan sig. Príarmaður Ijósastjaki stendur á borðinu.]
Séra Hálfdán Eldjárn
(lcs og leggur síðnn frá sér bókina):
Löngum hefi ég lesið þessa bók
og leitað guðs í þessum helgu fræðum.
í bænum mínum bað eg guð á hæðum
að birtast mér. En ekkert skarið tók
af efa mínum, hvernig sem ég reyndi;
já, lífsins eymd á efann sífelt jók,
og ávalt drottinn ásjónunni leyndi.
Þótt bæði eg líknar barnssálunum ungu,
að böl og kíf þeim vinna mætti’ ei grand,
— firt þau sjaldan gat það fári þungu.
Þótt bæði eg guð með heitum hug og tungu
að helga og tryggja sérbvert ástaband,
— oft og einatt æði stökt það reyndist.
Þótt bæði eg guð að létta kröm og kvöl
af krossberanum, meðan lífið treindist,
— ósköp sjaldan gat eg bætt það böl.
Og þótt stundum yrði einhver töf,
— alla jafna’ að baki dauðinn leyndist,
er bylti öllu o’ní opna gröf.
— Þá var það, að trú mín tók að bila,