Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Qupperneq 42
328
Fiðlu-Björn.
1IÐUNN
en treginn sári kom í hennar stað,
því gröfin vildi aftur engu skila,
hve oft og titt sem stundi' eg, grét og bað.
— Þá tók að setjast svell að hjarta minu,
og sárbeitt gremjan tók í huga ból;
en ylur trúar hvarf úr orði minu
og æ því meir á sálunni mig kóh
— En tápið, sem í traustu brjósti' eg fól,
og tilfinningin, er svo sáran grætur
með öllu því, sem á sér hvergi skjól
og aldrei getur hlotið neinar bætur,
þá snerist upp í þrjóskufulla heift.
(Slendur upp.)
Ég sagði, drottinn!
(slær lincfanum i borðið)
ef mér ei er kleift
með orðum trúar menn að hugga og bæta,
en að eins hryggja þá og svikja’ og græta,
ei skal beðið, heldur skal nú reynt
á eigin spýtur öllu fári að létta,
af eigin kröftum hjálparhönd að rétta,
og þótt gangi’ eg móti guði beint.
— Þá fór ég við göldrum mig að gefa,
að græða meinin, reyna að milda og sefa
með öllu þvi, sem bjó i öndu leynt,
eða eg hafði’ af náttúrunni reynt.
— Þá sá ég, að lífið ljósa og bjarta
er lyfið bezta’, en ei hið myrka og svarta.
— Þá sá ég, að ei skal kvelja og kyrkja,
en krafta stæla, efla, herða’ og styrkja
alt sem heilbrigt er og hraust og vænt.
— Æ, ef mig drottinn öllu hefði’ ei rænt,
sem átti ég; ó, ætti’ eg soninn unga,
sem eg var rændur, væri lifið sælt.
— Þá skyldi’ eg aftur yngja skapið þunga,
og unga Ijónið skyldi hvatt og stælt.