Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Síða 47
IÐIINN |
L. Merrick: Sjálfsmorðing'arnir.
333
á pönnu; en snæri, sem undið var upp í hönk í
einum búðardyrunum hafði freistað hans, og nú var
hlægilegt að fleygja því frá sér.
Tournicquot var mjög ógeðfelt að láta hlæja að
sér í prívatlífinu — ef til vill fyrir þá sök, að for-
lögin höfðu hagað því svo, að svo mikið var hlegið
að honum, þegar hann var að reka atvinnu sina á
skemtistaðnum í Ytra Garðinum. Sannleikurinn var
sá, að ef Tournicquot hefði getað hagað lífinu eftir
sinum geðþótta, þá hefði hann verið mikill sorgar-
leikari, í stað þess að vera ofurlítill æringi, og láta
myndirnar af sér skæla sig á hverjum söluturni,
með ljósrautt nef og skarlatslitaða hárkollu; og hann
var staðráðinn í því, að við sjálfsmorð sitt skj'ldi
að minsta kosti ekki verða neitt skringilegt.
Ástæðan til þess að hann ætlaði að deyja var svo
rómantisk, sem hann gat á kosið. Hann tilbað »Lú-
cretíu hina fögru«, höggormatemjarann töfrandi, og
þessi listakona átti mann einhverstaðar í pokaliorn-
inu. Lítinn grun höfðu áhorfendurnir í Ytra Garð-
inum um þá ástríðu, sem nagaði hjartarætur þessa
hlægilega gamanleikara, meðan hann var að hoppa
á leiksviðinu og gera ástina hlægilega; þeir höfðu
litla hugmynd um, hve átakanlegt það var, að þessi
maður skyldi vera dæmdur til að hvisla viðkvæm-
ustu ástarjátningum bak við tjöldin, þegar hann var
afskræmdur með eldrauðri hárkollu og neíi, sem
smurt var rauðum lit! Annar helmingur veraldar-
innar veit minst um það, hvernig hinn helmingurinn
elskar!
En slík ósamkvæmni átti ekki lengur að verða
Tournicquot til skapraunar — í dag ætlaði hann að
deyja; hann hafði farið í köflóttu buxurnar sínar og
litla, græna frakkann í síðasta sinn; í síðasta sinn
hafði miskunnarlaust skirlífi Lúcretíu rekið hann út
í örvæntinguna. fegar menn fundu hann andvana,