Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Síða 53
ÍÐUNN|
Sj álfsmorðingj arnir.
339
kvöl«, sagði Tournicquot, en alt hafði honum þótt
þetta óviðkunnanlegt.
»Sama er af mér að segja! Út af kvenmanni,
vitaskuld?«
»Já«, sagði Tournicquot og andvarpaði. »Út af
kvenmanni!«
»Eru engin önnur úrræði? Getið þér ekki strokið
frá henni?«
»Strokið frá henni? Það er faðmlög hennar, sem
ég get ekki án verið!«
»Ha?«
»Hún vill ekkert hafa saman við mig að sælda?
»Hvað er þetta? Það er þá ást, sem að yður
gengur?«
»Hvað ætti það að vera annað? Ástríða, sem
aldrei deyr!«
»Ó, guð minn góður, ég gekk að því vísu, að þér
væruð kvæntur! En þetta er skrítið. Þér ætluðuð
að drepa yður, af því að þér getið ekki náð í kven-
mann, og ég ætlaði að gera það, til þess að losna
við kvenmann. Við ættum að tala saman, við tveir.
Getið þér gefið mér cígarettu?«
»Með ánægju«, svaraði Tournicquot og dró böggul
upp úr vasa sínum. »Eg ætla líka að fá mér eina —
síðustu cigarettuna mína!«
»Ef ég hefi talað nokkuð hvatskeytlega xétt áðan«,
sagði félagi lians og festi á sig kragann, »þá ætla
ég að biðja yður að virða það á hægra veg — auð-
vitað voru afskifti yðar gerð í góðu skyni, þó að ég
segi ekki, að mér líki þau vel. Við skulum sleppa
því; þér hafið hagað yður eins og aulabárður, og ég
hefi, að mínu leyti, ef til vill, ekki tekið yfirsjón
yðar með nógu mikilli lipurð. Jæja, það er úttalað
um það! Við skulum tala vingjarnlegar saman, meðan
kertið endist. Fer kraginn vel á mér? Ég er stein-
hissa á því, að ást skuli geta rekið nokkurn mann
22«