Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Page 56
342
Leonard Merrick:
IIÐONN
ætti ég að vera afbrýðisamur? Alls ekki — ég er
bara steinhissa. Svo að hún heldur, að ég elski hana
út af lífinu? Hó, hó! AIls ekki! Þér sjáið, hvað ég
elska hana heitt á því, að ég ætla heldur að hengja
mig en að Jifa með henni. Og þér, þér getið ekki
lagt það á yður að lifa, af því að þér tilbiðjið hana!
Þér »tilbiðjið« hana í raun og veru! Er þetta ekki
óskiljanlegt? Ó, það er áreiðanlega einhver forsjón,
sem hefir stofnað til þessa fundar okkar! ... Bíðið
þér við, við verðum að ræða málið — við ættum
að hjálpa hvor öðrum! ... Gefið þér mér aðra
cígarettu«.
Nokkurar sekúndur liðu, og þeir reyktu í hljóðum
hugleiðingum.
»Hlustið þér nú á mig«, tók hr. Beguinet aftur
til máls; »til þess að greiða úr þessari flækju þarf
afdráttarlausa hreinskilni frá báðum hliðum. Við
tökum málið fyrst frá yðar sjónarmiði — á ég að
skilja það svo, sem þér viljið ganga að eiga frúna?
Ég vil ekki, að svo sýnist, sem ég sé neitt ágengur,
en þér skiljið það, að í minni stöðu er það skylda
min að komast að svo góðum kjörum fyrir frúna,
sem ég get. Ljúkið þér nú upp hjarta yðar fyrir mér;
talið þér hreinskilnislega!«
»Það er örðugt fyrir mig að tala afdráttarlaust við
yður«, sagði Tournicquot, »af því að svo er ástatt,
að ég lít á það sem mikið mein, að þér skulið vera
til. En svo að ég svari yður með allri þeirri nær-
gætni, sem mér er unt, þá ætla ég að segja yður
það, að ef ég hefði skorið yður niður fimm mínútum
síðar, þá hefði ég átt bjartara líf fram undan mér«.
»Gott!« sagði hr. Beguinet, »við erum að færast
áfram! Tekjur yðar? Eru þær nægilegar til þess að
láta hana búa við þau kjör, sem hún er vön við?
Hver ætli atvinna yðar sé?«