Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Síða 58
3-14
Leonard Merrick:
1IÐUNNT
innrættur, því að ég hefði þá líka gert mig sekan
um fjölkvæni. Eg vildi fremja sjálfsmorð, fjölkvæni,
alt vildi ég aðhafast fremur en eiga að lifa með
Lúcretíu!«
»En það yrði að fá samþykki frúarinnar til þess«,
maldaði Tournicquot i móinn; »þér gleymið því,
að frúin verður að fallast á þetta. Auðvitað er það,
að ég skil ekki, hvers vegna henni ætti ekki að
standa alveg á sama um yður; en haldi hún áfram
að stagast á ,skyldu‘ sinni, hvernig fer þá?«
»Eruð þér ekki að segja mér, að það eina, sem
hefir aftrað henni frá því að þýðast yður, hafi verið
óttinn við það að valda mér sorg? Það er nú skárri
vitleysan! hig skal færa þetta í tal með gætni, með
frábærri nærgætni. Ég skal gefa lienni i skyn, að ég
sé þess albúinn að leggja sjálfan mig i sölurnar, til
þess að gera hana að íánsmanneskju. Ætti hún að
hika sig? Eg skal krefjast þess að leggja sjálfan mig
í sölurnar! Yður er óhætt að treysta því, að beri
hún svo hlýlt hugarþel til yðar, sem þér haldið, þá
eru raunir yðar til lykta Ieiddar — þröskuldurinn
fer af sjálfum sér, og þið takið höndum saman ...
Kertið er að brenna út! Eigum við að fara?«
»líg sé enga ástæðu til þess, að við séum hér
lengur; sannleikurinn er sá, að við hefðum vel getað
farið fyr«.
»Þetta er alveg satt! Kaffihús er skemtilegra. En
að við fáum okkur eina ílösku af víni saman;
hvernig h'zt yður á það? Ef þér haldið því fast fram,
skal ég vera gestur yðar; ef ekki —«.
»Ó, mér er ánægja að þvi«, tautaði Tournicquot.
»Gott og vel, golt og vel«, sagði Beguinet, »þér
verðið að fá að ráða þvi! ... Þér þurfið ekkert á
snærinu yðar að halda, ha — við skiljum það eftir?«
»Auðvitað! Hvers vegna ættum við að vera að
dragast með það?«