Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Qupperneq 61
ÍÐUNN]
Sjálfsmorðingjarnir.
347
konunnar minnar er: ,AIt á að vera alstaðar'. Högg-
ormarnir hennar hafa stytt líf mitt, svei mér sem ég
Iýg því! — þeir fara hvert sem þeir vilja. Ég legst
aldrei svo út af, við hliðina á þessum bréftætlum
hennar, að ég megi ekki búast við að höggormur sé
undir koddanum. Það eru ekki allir, sem kunna vel
við það! Lúcretíu stendur á saraa; jæja, það þarf
mikið hugrekki til þess — og það er mjög hentugt,
úr því að höggormar eru atvinna hennar — en ég,
ég heli ekki verið alinn upp til þess að vera með
höggormum; ég kann ekkert vel við mig í dýragarði«.
»Það er eðlilegt«.
»Er það ekki? Mig langar til að gera yður það
Ijóst, hvernig ástatt er um mig — þér skiljið það;
erum við ekki bræður? Ó, mér er það vel ljóst, að
þegar karlmaður elskar konu, þá heldur hann æfin-
lega, að alt ólagið sé eiginmanninum að kenna; yður
er óhætt að trúa því, að ég hefi haft mikið mér til
réttlætingar. Höggormar, óþrifnaður, kvenskass —
það er nú skárra heimilið!«
»Ivvenskass?« spurði Tournicquot og glápti.
»I‘>g er lieiðarlegur maður«, sagði Beguinet, og
drakk enn út úr glasinu; »ég ætla ekki að segja,
að ég sé gallalaus, ég sé alfullkominn. Alls ekki!
Það er enginn efi á því, að ég hefi við og við verið
hreinskilnari í tali við Lúcretíu, en hvað ég heíi
verið kurteis. Þess konar kemur fyrir. En —«, hann
fylti enn glasið sitt og stundi átakanlega — »en hver
borgari, i hvaða stöðu sem hann er — hvort sem
hagur hans hefir blómgast eða ekki — á heimting á
því, að konan hans sýni honum virðingu. Ha? Hún
ætti ekki að fleygja ragúinu framan í hann. Hún
ætti ekki að ógna honum með höggormum«. Begu-
inet fór að gráta. »Vinur minn, þér verðið að kann-
ast við það, að það er ekki prúðmannlegt að kúga
eiginmann sinn með banvænum skriðkvikindum«.