Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Qupperneq 68
354
Arnrún frá Felli:
[ iðuNN
»Eru þið »dús«?«
»Nei, auðvitað ekki! En þér eruð fyrsti karlmað-
urinn sem ég býð slíkt«, segir hún og leggur hendina
á handlegg hans. — Henni þykir hann seinn til svars.
»Ég hefi verið hjá mentuðu fólki, skuluð þér vita«.
»Minn er heiðurinn«, segir hann og sekkur enn
dýpra ofan í legubekkinn. Hún er vel höfði hærri.
Þau slá bollum saman, því að það gerir mentaða
fólkið. Hún kinkar kolli til hans; en hann horfir
stöðugt ofan i bollann.
»Komdu nú blessaður og sæll«.
»Komdu nú sæl«, segir hann lágt.
»Oft hefir mér fundist einmanalegt, síðan umskiftin
urðu«, segir hún og krossleggur liöndurnar á mag-
anum. »Einasta ánægjan mín eru blessuð blómin,
sem ég tala við eins og þau væru börnin mín — og
svo þegar ég hefi farið ofan í banka með nokkrar
krónur um mánaðamótin«, segir hún brosandi og
gýtur hornauga til hans.
Hún á þá peninga á banka, hugsar hann, og það
glaðnar yfir honum.
»Komdu nú og sjáðu blómin mín, Jón minn, bef-
irðu ekki gaman af blómum?«
Jón lítur í kringum sig:
»Talsvert á hún innanstokks. En hvað þetta er
fallegur »kogari«; maður þarf ekki annan spegil«.
»Ja-há«, segir Þóra íbyggin, og leggur handlegginn
yfir herðarnar á Jóni, sem lýtur niður til að aðgæta
þennan makalausa »kogara«.
Hann finnur ylinn af heitum handleggjunum og
verður eitthvað svo undarlega hlýtt um hjartaræturnar.
»Jeg er ekki búin að þakka þér fyrir stígvélin,
Jón minn! Slík stígvél hefi ég aldrei eignast. Þú ert
hreinasti listamaður í þinni iðn«.
Þetta líkar honum, því oft hefir hann — sér til