Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Síða 70
I IÐONN’
Skáldið Stephan G. Stephansson.
Erindi flutt á »Stephanskvöldi« í Reykjavík.
Öll hafið þið líklegast einhvern tíma á æíinni séð
svonefnd Grettistök. Þetta eru heljarstór björg, sem
ber fyrir augun á hinum ótrúlegustu stöðum, jafn-
vel uppi á öræfum. Og manni er sagt, að einhver
mannlegur máltur, einhver Grettir hafi reist þau þar.
Þetta þykir manni næsta kynlegt, því að bæði er
kletturinn svo stór, að manni finst það miklu meira
en við meðalmanns hæfi að bisa honum, og svo er
hann eitthvað svo ólögulegur, að manni íinst, að
maður geti ekki fundið nein tök á honum.
Kveðskapur Stephans G. Stephanssonar er slíkt
andlegt Grettistak, reist á öræfum lífsins, lengst vestur
undir Klettafjöllum. Hann er harður og óþjáll við-
komu í fyrstu og hrindir manni hálfgert frá sér. Og
svo er hann eitthvað svo fyrirferðarmikill og þungur
í vöfunum, að manni finst sem maður geti ekki með
neinu móti við hann ráðið. En athugi menn hann
nánara, má sjá hinar furðulegustu málmæðar í lion-
um. Og komi maður enn nær, má sjá hreina og tæra
holtalind spretta upp undan honum, einhverja þá
lífsins lind, er bogar upp úr dýpstu fylgsnum jarðar-
innar. Þetla er skáldæð Stephans G. Steplianssonar.
Óðar en varir er þessi uppsprettulind orðin að læk
og lækurinn orðinn að stórfljóti. Það er nú í sjálfu
sér enginn merkisatburður, að lækur verði að stór-
fljóti, sízt í leysingum á vorin. En viljið þið nú ekki
samt sem áður heyra, hvernig St. G. St. lýsir þessu
sjálfur í kvæði sínu »Lækurinn«. (Andvökur II, (»5):