Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Side 71
iðunn’I Skáldið Stephan G. Stephansson. 357
í nótt gegnum svefninn eg suðuna heyrði
i svellandi smálæk í brattskóga-gili.
í gær hann svo stiltur og straumlítill seyrði,
en stóríljót hann er nú með foss og með hyli.
Hann svæfði mig áöur með sætróma niðnum;
nú svifti ’ann mig blund með straumakliðnum.
Mig klæði’ eg sem íljótast, mig fýsir að sjá ’ann,
minn fornvinur gamall og nágranni er hann.
Hann læddist svo feiminn um farveg sinn lágan,
en flæðir nú langt upp í gilsbakkann þveran
og hryður sér slóð yfir sléttuna lága,
og slakkana málar liann silfringljáa.
— Lækur, ég skil þig, ég veit hverju veldur,
að vorhlákan snart þig, því óxt þú svo mikið.
i gær leysti snjóa úr hlíðum og heldur
varð hlýrra, rauðara sólgeislablikið.
Og fornmæli segja það bj'ltingaboða,
ef bjartviðra sól skín með dreyra-roða.
Og ísinn og fönnin lét fjötrana slakna
og frjálslegri svip báru dalir og hólar;
og andann dró Suðri sem væri’ ann að vakna,
og vindbólstrar steyptu’ á sig gullhjálmum sólar.
Um veðranna heima hrauzt uppreistar-andi,
sem eldrauðan fána á vestrið þandi.
Paö hreif þig svo lækur, þér leiddist að sitra
i ládeyðu-móki, í gleymskunnar næði.
Pín straumharpan litla fór tíðar að titra
og töluvert snjallar þú fluttir þitt kvæði,
og söngur þinn hertist og hækkandi fór ’ann,
unz hafðirðu kveðið sjálfan þig stóran.
Og þú varðst á svipstundu svelgjandi hylur,
og svo varð þinn strauinur svo gnýjandi þungur.
IJú hátt upp um titrandi bergsnasir bylur
og byltir við steinum og færir til klungur;
svo steypist þú niður með knýjandi krafti
i hvítfreyddum hrönnuin úr gilsins kjafti.