Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Side 80
366
Skáldiö
IÐUNN
Birtan sezt ei sjónum manns,
svona nætur kveldin þrauga.
Og þegar hann er búinn að sitja og syngja alla
nóttina, segir hann:
Út i daginn fögnuð frá
l'ullum borðum, söng og ræðum.
Nóttin lcið i ljóði hjá,
ljósi er neyð að hátta frá.
Vil ég sjá hvað vaka má,
vera brot af sjálfs míns kvæðum.
Út í daginn fögnuð frá,
fullum borðum, söng og ræðum.
Efist nokkur um það, að ýmislegt létt og bjart og
yndislegt sé í kvæðum Stephans, og að honum sé
það jafn-létt að lýsa sól og sumri, eins og hann getur
lýst vetri og vetrarhörkum betur en nokkur annar,
bið ég hann um að lesa kvæði eins og »Hirðingjann«.
Það byrjar svona:
Mig vættir vorsins kalla Þótt skorti glaum og gesti,
að vakna og hefja söng! um grund, upp fjallatind
Því lungur flóðs og fjalla ég renn með hund og hesli
við fell og dali gjalla — þó hlaðna vegu bresti —
um dægur ljós og löng.------og elti hauk og hind o. s. frv.
I3að er einhver ævintýraljómi yfir öllu þessu kvæði.
Honum bregður raunar sjaldan fyrir hjá Stephani,
en hann finst þar þó og meira að segja þar sem sízt
mætti vænta eins og þar sem hann er að lýsa lifi
nýbyggjanna:
Nú hnígur sumarsól við skóg
og situr liátt á grein,
og dregur rauða liti ljóss
á land og skógarrein.
En svali og ylur sveipar alt
i sumarnætur frið,
sem l'rost og steikja settu sætt
og semdu stundar-grið.