Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Side 82
3(i8
Skáldið
[IÐIINN’
og hvað sem kaupið veröld kann að virða,
er vann ég til:
i slíkri ró eg kysi mér að kveða
eins klökkan brag
og rétta lieimi að síðstu sáttarhendi
um sóiarlag. (II, 17.)
Af ásettu ráði hefi ég nú farið fyrst með þessi
kvæði eftir Steplian, bæði til þess að sýna ykkur, að
hann er hið ágætasta ljóðskáld, er hann vill það við
hafa, og til þess að útrýma þeirri skökku hugmynd
sem svo margir hafa um Stephan og kvæði hans, að
bæði þau og hann séu búin einhverjum þeim bryn-
stakki, er fæli menn frá að kynnast llonum nánara.
í*að er auðvitað satt, að það er meira af því harða
og hrjónótta hjá Stephani en þessu þýða og svip-
fagra. En því má þó ekki gleyma, að hann hefir
einnig kunnað að leika á þann strenginn, sem er
bæði ijós og fagur. Hann nefnir það meira að segja
»auðveldasta strenginn sinn«. En hyggjum nú að
mannlífsmyndum Stephans og þá sérstaklega að
sagnakvæðum hans. Þar leikur hann á aðra strengi.
III.
Menn hafa talið sagnakvæði Steplians og einkum
þau er hann yrkir út úr fornsögum vorum og þjóð-
sögum til hinna minni liáttar kvæða lians. En ég
verð að segja eins og er, að mér þykir mikið til
margra þeirra koma og ég set hann þar á bekk með
Grími Thomsen. Ég hygg, að hefði Stephan tamið
sér þetta meir, þá hefði hann orðið eitt vort bezta
sagnaskáld. í*ví að undir sögninni, sem hann er að
segja frá, stafar jafnan í einhverja dýpri merkingu
eða lífssannindi, svo að kvæðið verður manni ógleym-
anleg ímynd einlivers, sem maður hefir gefið lítinn
eða engan gaum áður. Eg skal nefna fáein dæmi.
Tökum t. d. Mjöll, dóttur Snæs konungs (II, 129):