Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Page 7
IÐUNN1
Til kaupenda og lesenda „Iðunnar".
Með þessu hefti hættir nafn mitt að standa á titil-
blaði »Iðunnar«.
Eg tek svo til orða fyrir þá sök, að ég hefi lítinn
þátt átt í ritstjórninni nema að nafninu til. Það gengi
og þær vinsældir, sem »Iðunn« hefir fengið, að mak-
legleikum, hefir eingöngu verið að þakka mikilli elju
og ágætum ritstjóra-hæfileikum eigandans, prófessors
Ágústs H. Bjarnason, en ekki mér að neinu lej'ti.
Hitt og annað hefir orðið til þess að draga úr af-
skiftum mínum af ritinu. Eitt af því virðist mér, eflir
atvikum, rétt að minnast á, nú að skilnaði. Skoðanir
eigandans á ýmsum mikilsverðum málum eru all-
ólíkar mínum skoðunum. Eg hefi ekki kunnað við
það að gera ritið að neinum hólmgönguvelli fyrir
rilstjórana. Og mér hefir ekki fundist nein sanngirni
né vit í því að gera tilraunir til þess að ritið yrði
öðruvísi en eigandinn hefir óskað — allra-sízt á
þessum árum, þegar telja má þrekvirki að koma
nokkuru út á prenti.
En það, sem samvinnan hefir náð, hefir hún verið
einkar Ijúf og góð. Og ég óska »Iðunni« og útgef-
anda hennar alls góðs. Einur II. Kuaran.
*
♦
Um leið og ég þakka hr. rithöfundi Einari H.
Kvaran vinsældir þær, sem hann liefir aflað »Ið-
unni« með nafni sínu og penna, svo og ljúfmensku
þá, sem hann lieíir sj'nt í samvinnunni við mig, skal
Iðunn III. 1