Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Blaðsíða 8
o
Til kaupenda og lesenda »Iðunnar«.
[ IÐUNN
það tekið fram, að við höfum báðir heldur dregið
okkur í hlé með að rita um þau mál, þar sem við
vissum, að við vorum hvor öðrum ósammála. Kendi
þar því nokuurs afskiftaleysis, er gat litið út sem
stefnuleysi. En nú mun sá blær heldur hverfa af rit-
inu, þar sem ég er orðinn einn um ritstjórnina. Þó
skal það tekið fram, að ég mun jafnan reiðubúinn
hér eftir sem liingað til, eftir því sem rúm frekasl
leyfir, að gefa mönnum kost á að verja skoðanir
sinar í »Iðunni«, ef þvi er að skifta, þótt þær brjóli
bág við mínar eigin skoðanir. Að öðru leyti mun
»Iðunn« halda áfram í sama anda og með sama
hætti og áður, að eins nokkuð styttri, meðan á dýr-
tíðinni stendur, til þess að forðast verðhækkun. Lifi
»Iðunn« dýrtíðina af, skal það bætt upp síðar, en
bæði nú og siðar kostað kapps um að vanda sem
bezt alt efnisvalið. Þeir sem vilja styðja að vexti og
viðgangi »Iðunnar«, gera það helzt með því að auka
kaupendatölu liennar í öllum sveitum landsins. —
Þakka ég svo mönnum vinsældir þær, er »Iðunn«
heíir átl að fagna frá upphafi, og óska þess eins, að
hún megi reynast þeirra makleg.
Agúst II. Bjarnason.
Á f ra m.
Vér skulum ei æðrasl, þótt inn komi sjór,
þó að endur og sinn gefi’ á bátinn.
Nei, að halda sitl strik, vera’ í hæltunni stór
og horfa’ ekki’ um öxl — það er mátinn!
Ján Ólafsson (1872).