Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Page 15
IÐUNN|
Fiðlu-Birni.
9'
guð gefi hverjum, er bar sinn kvalakross,
fyrir kvölum grið;
guð varðveiti’ oss veika i nauðum.
Hendurnar hennar mömmu.
Tvær lifsmyndir.
Eftir
Bjornstjerne Bjernson.
I.
Örvandi korðakliður bergmálar frá glerhveliingunni
á járnbrautarstöðinni; stálhljómurinn smýgur öskrið
í eimpípunni; hlátrasköll og háreysti inni í þessum
dimma, þunga nið, sem fótatak, hjólböru-akstur og
vagnahleðsla hefir í för með sér.
I hvert skifti, sem nýr hópur reiðliðsforingja kemur
í glerdyrnar, sker korðakliðurinn upp úr; margir for-
ingjar úr stórskotaliðinu voru og við staddir, og enn-
fremur talsvert af fótgönguliðinu innan um. — Allir
stefndu þeir að sömu vagndyrunum á eimlestinni,
en þar stóð svartklædd kona ein, hávaxin, með ang-
urblíðu, en þó hálf þóttalegu augnaráði, og tók
kveðjum manna með því að hneigja höfuðið ofur-
hægt — aldrei öðruvísi.
• ^>að leyndi sér ekki, að foringjarnir komu beinl frá
æfingu eða hergöngu. Ivonungurinn var kominn til
bæjarins; nokkrir fyrirboðar hans, þ. e. sænskir ein-
kennisbúningar, bentu til þess. Var hann hér sjálfur?
Var von á honum? Nei, þá hefðu foringjarnir verið