Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Síða 16
10
Bjornstjerne Björnson:
1IÐUNN
þarna einir á ferð. Var það þá konan í vagndyrun-
um, sem þeir voru að kveðja? Og þá að líkindum
kona einhvers yfirforingjans í reiðliðinu? Nei, þessi
kona hefir varla alið aldur sinn innan um hesta og
riddaralið. Henni var líka lieilsað of virðulega til
þess. Aftur á móti var flykst um einlivern, sem neðar
stóð og sást naumlega. En nú þyrlaðist hvít slæða
upp í glófaklæddri konuhendi; — var það þá samt
sem áður kona, sem olli allri þessari viðhöfn?
Ofriðurinn við Rússland, sem svo lengi er búið að
spá, er enn ekki hafinn; ef til vill brýzt hann ekki
út að sinni, svo herliðið hefir nægan tíma lil stefnu.
Margir þessara fyrirliða hafa fengið heiðursmerki
fyrirfram. Ofurstinn hefir ekki færri en álta á sínu
lirausta brjósti; — mikið þarf hann að láta eftir sig
liggja. Eftir útliti að dæma eru sumir heldur fölir
— t. d. myndarlegu Sviarnir tveir, með hirðmanns-
augun hunangsblíðu — skyldu þeir líka liafa fengið
sárin fyrirfram?
Allir flykkjast þeir að vagndyrunum. Svo það er
þá áreiðanlega um stúlku, sem þetta friðsamlega stríð
er hafið, með stympingum og þjappi, með eirðarleysi
og ýlingum til og frá, svo sífell skiftast á axlaskúfar
og hnakkasvipir, eyru og kjálkaskegg — og svo þessi
einróma hlálur eins og undir stjórn?
Ef til vill er það einhver kóngsdóttirin? Nei, guð
sé oss næstur, þá myndu þeir standa i hæíilegri fjar-
lægð, en hér sækja þeir á, sækja á . . . þangað til
glerdyrnar fyllast aftur af einkennisbúningum og
korðaklið (í þetta sinn eru það eintómir reiðliðsfor-
ingjar) og lítill maður, aldraður, en viðmótsblíðan
sjálf — einskær blíðan — kemur með heilan hóp.
eldri og yngri foringja á hælum sér. Agi og hirð-
menska — því i lillum friðarhersveitum komast aldrei
aðrir til vegs og virðinga en hirðhollir menn — liafði
gert andlit lians eins óbrej'tilegt og gamalt sólspjald.