Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Qupperneq 17
IÐUNN1
Iiendurnar hennar mömmu.
11
Sá var að eins munurinn, að á andlitinu var kjálka-
skegg, sem tveir leyniþræðir virtust draga upp á við,
þegar hann brosti, en niður þegar alvara átti við.
Þá var hrópað: »Rýmið fyrir liershöfðingjanum«,
og á svipstundu var opið sund inn í mannþyrping-
una, er stóð í tveim hálfbogum og heilsaði. Þá sást
loks inn að miðbikinu, en þar voru nokkrar konur,
og fremst þeirra stóð liávaxin, ung stúlka í ljósum
ferðafötum, og með hvítan stráhatt; yfir honum lá
lausleg, hvít slæða. Hún hafði hendurnar fullar af
blómum; fékk fleiri og fleiri í viðbót, sem konurnar
handlönguðu til móður hennar í vagndyrunum, en
hún lagði þau til hliðar. — Nú varð öllum það ljóst:
Þetta voru mæðgur. Jafnar á vöxt — dóttirin ef til
vill lítið eilt hærri — augun þau sömu, grá og stór,
en svipbrigðin alls-ólík, enda þótt hvortveggja bæri
vott um, að mikið byggi inni fyrir — móðurinnar
um skilning á þjáningum og mótsögnum lífsins, dótt-
urinnar um eitthvað brennandi: eirðarleysiskröfur,
liæfileikabylji, sem þó stefndu ekki að neinu vissu
takmarki ennþá. Sigurmeðvitundin funaði í þeim, en
öðru hvoru brá þó fyrir óþolsleiftrum.
Hávaxin, grönn og spengileg; hreyíingarnar spegl-
uðust í bjarma þessa augnaráðs. Aðrir gátu ekki séð
hana með sínum, þeir urðu að sjá hana í ljóma
hennar eigin augna. Einbeitnin í andlitsdráttunum
hjálpaði augunum til að ná þessu valdi yfir fólkinu.
Hjá móðurinni voru drættirnir skarpari, þó ásjónan
væri breið og kringluleit; dóttirin var nokkuð lang-
leilari og ennið bratlara, og þykt, jarpt hárið um-
hveríis. Hún hafði beinar augnabrýr, nefið dálítið
bjúgt, hakan slerkleg, munnbragðið frílt og reglulegt.
Hað var skjaldmeyjarfegurð, en þó laus við allan
hóhngöngublæ. Það var eitthvað hvatlegt, en þó draum-
kent í fasi hennar, sem hændi menn að sér, og
augnaráðið var bjart og skært. Margir leiddust til að