Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Page 19
IÐUNN]
Hendurnar hennar rnömmu.
13
undirbúningslaust eða óheppilega; — t. d. í þetta
skifti hafði þeim verið gert viðvart, hverjum einasta!
Þeir komu samt sem áður mjög fúslega, en án
viðvörunar hefðu þeir auðvitað ekkert veður haft af
þessu, eða þá haldið, að engan sérstakan undirbún-
ing þyrfti til þess að þeir gætu komið, og hefði þá
ýmsum þótt það of nærgöngult. — Nú voru þeir þar
undir stjórn, og fátt eykur vellíðan undirforingja eins
og meðvitundin um að vera stjórnað. Lítið á bakið
á gamla hershöfðingjanum um leið og hann kyssir á
hönd hennar, ber kveðju frá Hans Hátign og réttir
henni hlómvönd, sem hann hefir sjálfur tínt blómin
í þennan morgun. Lítið á þetta bak, segi ég, það
væri hægt að kemba það og strjúka. — Þegar hann
réttir úr sér aftur, er hann eins hamingjusamur í
geisladýrð hennar og kjabbafættur hundur, sem finnur
ketþef undir penludúknum.
Ég mintist á forstjórn eða handleiðslu hér að framan;
að þeir höfðu allir þá tilfinningu, sem á svo vel við
undirforingja, að liylla liana eins og eftir skipun yfir-
boðarans. — Það, að hátignin sjálf hafði dáðst að
lienni, var einskonar yfirvígsla. Úti á skautasvellinu
í vetur liafði hann látið svo lítið að spenna á hana
skautana. — Að vísu hafði fleirum en henni hlotnast
þessi heiður, og eins hitt, að vera í hans konunglega
skautafélagi. Þar var heill liópur ungra stúlkna auk
hennar. En hver einn einasli undirforingi úr riddara-
og stórskotaliðinu, sem viðstaddur var, þegar konung-
urinn kraup niður til að hinda skautana hennar —
áleit það upphefð, sem sinni stúlku væri auðsýnd.
Með talsverðum strjálingi af fólgönguliðinu fj’lgdu
þeir henni svo eftir út yfir spegiltært svellið, sem
hvorki var ský eða hrufa á — Svíarnir með! Það
þurfli ekki mikið hugarllug til að liugsa sér liana í
broddi fylkingar í áhlaupi; til að leiða fram í huga
sér heslaþyrpinguna, fallhyssur og skotfærabirgðir,