Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Síða 20
14
Bjornstjerne Bjornson:
[IÐUNN
sem kæmi i kjölfar hersveitarinnar, með jódyn og
hneggi.
Hefði hún nú að eins haft þetta við sig — öll
fegurð hennar, svo mikil sem hún var, hefði þó ekki
komið því til leiðar, sem við vorum nú áhorfendur að!
Nei! það var nú annað og fleira. Hún lét ekki
veiða sig; það hafði enginn hendur á lienni; það var
því líkast sem að hafa eldneista í berum höndunum.
— Sumir sögðu, að hún væri »hvorki fyrir konur né
karla« — og það ýtti undir þá. í nálægðinni hvarf
hún sjónum; þegar frá dró var hún sem loftsjón. —
Haíi minningin ljóma, þá eykst hann við að endur-
kastast frá öðrum!
Þessi áhrif styrktusl af einstökum tilsvörum hennar;
þau voru sum þannig, að þau »ílugu út«. f*egar kon-
ungurinn batt á hana skaulana, sagði hann glaðlega:
»Nei, hvað þér hafið yndislegan fót, ungfrú!« — »Já,
frá þessum degi að telja«, svaraði hún.
Einn léttlyndur yfirliði hafði eytt mikluin eignum
til stundargleði sér og vinfólki sínu. — »Eg legg
hjarta mitt að fótum yðar«, sagði hann. — »Guð
minn, livað eigið þér þá eftir til að gefa burtu?«
svaraði hún hlæjandi og bauð honum arminn lil að
stíga dansinn.
A dansleik hneigði hún sig eitl sinn fyrir ungum
undirforingja, sem roðnaði út undir eyru. »þér eruð
ein af þeim, sem maður gæti dáið fyrir!« — Hún
tók hann vingjarnlega undir arminn: »Já, að lifa
fyrir mig myndi víst verða okkur báðum til leiðinda«.
Eitt sinn bauð hún vasklegum höfuðsmanni, sem
var aðal-skáld riddaraliðsins, að ela tvíburamöndlu1)
með sér. »Viljið þér?« spurði hún. — »]?að er eitt
sem við viljum allir saman gagnvart yður«, svaraði
1) Einskonar veömál, í tilefni af því, ef einhver rekst á »tvibnra«-
linetu eöa -möndlu. Norska eöa danska orðtakið er afbökun á þýzka
oröinu »Vicllic])clien«.