Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Síða 21
IÐUNNJ
Hendurnar hennar mömmu.
15
hann; »en við komum okkur aldrei að því að segja
það. Hvaða orsök getur legið til þess?« — »Segja
hvað?« spurði hún. — »Eg' elska yður!« — »0 —!
Það vita allir, að ég myndi hlæja að því«, hló hún,
og bauð honum helftina af möndlunni, sem hann
borðaði, og þau voru jafn-góðir vinir eftir sein áður.
Ýms ummæli hennar á öðrum sviðum vöktu enn
þá meiri virðingu. Eitt kvöld í húminu barst í tal
lilið eitt, sem var kallað »Sannleikshliðið«; — allir,
sem um það gengu, hlutu að segja, hvað þeir hugs-
uðu. Þá sagði hún alt í einu: »Ó, guð! þar fæ ég að
vita hvað ég hugsa sjálf!« — Einn af þeim sem við-
staddur var sagði, að nákvæmlega sömu orð hefði
danska biskupnum Monrad orðið á munni, þegar
hann heyrði hliðsins fyrst getið. — »Og hann var
sagður dulvitur«, bætti maðurinn við.
Hún sat um stund, varð fölari og fölari, og stóð
síðan upp. Stundu siðar fanst hún grátandi í næsta
lierbergi.
í boði einu sagði lærður maður undir borðum:
»Sá sem er ákvarðaður til að framkvæma eitthvað
mikilvægt, er sér þess meðvitandi frá barnæsku«. —
»Já, að hann sé ákvarðaður til einhvers, en ekki til
hvers«, svaraði hún um hæl. En hún fyrirvarð sig
fyrir þetta; ætlaði að bæta úr því og sagði: »Sumir
vita það, aðrir ekki«. — Nú fyrirvarð hún sig enn
þá meir, og blygðunin veitti henni ómótstæðilegan
yndisþokka. — — Flestir lial'a dálæti á miklum á-
stríðum, sem vilja dyljast.
Eitt kvöld í vinahóp varð tilrætt um unga ekkju:
»Hún nær sér við endurnýjaða ást«, sagði einn. —
»Nei, heldur yrði það í starfi, einhverri líknarstarf-
semi«, sagði annar, sem þóttist þekkja hana belur.
— »Mér er sama hvað það verður, ef hún að eins
sekkur sér niður í eitthvað«, sagði sá fyrri, »í auð-