Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Síða 22
16
Bjornstjerne Bjornson:
[ IÐUNN
sveipninni eða fórnfjrsinni felst frelsið — nefnið það
endurfæðing eða hvað sem vera vill«. —
Á þetta hafði hún hlustað. Hún lél sig það engu
skifta í fyrstu; fór svo að fylgjast betur með, og
sagði síðan í hugaræsingi, sem hún þá var kómin í:
»Nei, það ríður einmitt á, að gefa sig engu algerlega
á vald«. -— Enginn svaraði; það snart alla svo
óþægilega. Hafði nokkuð komið fyrir, eða var þetta
hugboð? — Eða átti liún við eitthvað sérstakt, sem
öðrum þar var ekki kunnugt um? Ellegar eitthvað
mikilvægt, sem væri þess vert að bíða eftir því?
Alt það, sem menn gela ekki skilið til fulls, fyllir
hugann. Hjá þeim riddaranna, sem sið-látari og fág-
aðri voru að eðlisfari, vaknaði lotning, og frá þeim
dreifðist þún út. Hjá sí-öguðum mönnum breiðist
ekkert eins íljólt út og lotning — oft og tíðum liin
óverðskuldaðasta. —
Til voru þeir áreiðanlega, sem virtist hún (eins og
þeir kváðu á) vera hinn óblandaðasti afsprengur hins
sanna norska stofns. Aðrir hefðu fyrir hálft orð gelið
sáluhjálp sína til — — ég þori ekki að segja til
hvers. — Ennfremur voru nokkrir, sem mintust
kvenna á riddaraöldinni og sáu í huganum þau
merki, sem þær vigðu barm riddara síns með. — —
Augnaráð, viðtal eða dans við hana — það var
merkið. Þeim virtist þeir vera í geislabaði, og það
var eitthvað háleitara og fegurra í þeim þá.
— Margir reyndu að draga upp inyndir af henni
eftir minni; — hún vildi nefnilega ekki láta taka
ljósmyndir af sér. Menn iðkuðu alment að draga upp
vangamyndir af henni, og sumir urðu býsna leiknir
í því. — Með svipuskaftinu í snjóinn, með eldspítu
í vindlaösku — með skautum á svellinu.
í heild si’nni var það riddaraliðinu til heiðurs, að
hún var í svo einstöku uppáhaldi. Frændi hennar
áleit auðvitað, að það væri alt honum að þakka, en