Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Síða 24
18
Bjnrnstjerne Bjornson:
[ IÐUNNf
til hershöfðingjans öðrum megin og hersisins hinum
megin og stúlknanna í kringum þá. — — Að baki
þeirra blöstu við öll hnarreistu efrivararskeggin; öll
þau ljósu og jörpu, öll þau svörtu og svertu. Með
augnatilliti sinu hleypti hún lífi i þau öil, þétt og
gisin, þau slapandi og þunglyndislegu, ekki siður en
í þau hringsnúnu og langteygðu. Inni í þessum loð-
skógi mintu þeir skegglausu á sænskar milli-
raddir.
»— Ég óska ungfrúnni góðrar ferðar«, sagði gamli
hershöfðinginn. F*essi hreinskilni hestatemjari var of
látlaus til þess að fá sig til að segja nokkuð mark-
vert. — »IJakka þér fyrir veturinn, telpa mín!«
Það sagði hersirinn með hárri raust. — Viðbótin
átti að gefa til kynna, hve föðurlega kumpánalegur
hann mætti vera.--------»Já, ég hefi oft kent í brjósti
um þig í vetur, frændi«, var svarað, »en nú getur
þú hvílt þig í sumar, svo þú náir þér —!«
Hersisfrúin hló, og það var merki þess, að allir
mættu hlæja.
Öll andlitin sneru upp lil hennar — flest hreinleg
og góðlyndisleg —; næstum öll höfðu að geyma
endurminningu um skemtilegar stundir; öll í samein-
ingu vöktu endurminning um haust og velur, með
skíða- og skautahlaupum, ökuferðum, dansleik-
um, heimboðum og söngleikum — um hringdans
yfir spegilglæran ís eða hjarn, ellegar inni í hljóm-
geislaliafi, — glasaglaumi, hlátri og samtölum. Ekki
ein einasta minning með bletti eða skugga; — alt
frjálst og ötullegt eins og riddarafylking. — Nokkrar
tilraunir — meðal annars af frænda hennar virðu-
legum —- höfðu þyrlast burt eins og fis. — Hún fann
til þakklætisánægju yfir þvi, sem fram við hana
hafði komið frá allra hendi, fyrst og seinast. Þessi
tilfinning gagntók hana, brann í augum hennar og
viðmóti og kom fram við alla, sem fyrir neðan hana