Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Side 25
IÐUNN|
Hendurnar hennar mörnmu.
19
stóðu, — og blómin, sem hún hélt á. — En með-
vitund um of mikið — alt of stórkostlegt, læddist
einatt með. í sambandi við það tómleikahræðsla,
sem olli óþolandi sársauka. Ó, að það væri alt um-
liðið!
— — Það var litið eftir farseðlunum; dyrunum
lokað, og hún kom aftur i ljós í glugganum, sem
hleypt var niður. Hún hélt á blómum í annari hend-
inni; vasaklútnum í hinni; hún grét. — Gluggagættin
var eins og rammi um hina skýru brjóstmynd hennar;
höfuðið með Ijósa haltinum og slæðunni yfir stóð
fram úr henni.
Hvers vegna í ósköpunum málar enginn slíkt?
Heraginn bannaði, að nokkur træði sér fram, á
ineðan yfirmennirnir og konurnar stóðú í kring; liver
stóð þar sem hann var niður kominn. Þar eð þeir,
sem næstir stóðu, sögðu ekkert, þá þögðu allir. Menn
lieyrðu grát hennar; sáu brjóstið bifast. — Hún sá alt
i þoku og það varð henni alt saman að kvöl. —
Gat alt verið með feldu? — Gráturinn hvarf brátt.
Einhver miskunnsöm persóna, sem neðan við stóð,
og sjálf fann til sársauka, spurði hvort þær næðu
heim til sín í kvöld, og játaði hún því með miklum
ákafa. Við það mintist hún móður sinnar og rýmdi
til fyrir henni, en hún hafði enga löngun til að sýna
sig. — I3að var jafnvel eitthvað í augnaráði móður
hennar, sem olli ótta og óþægindum —, hugurinn
leiddist frá þessu, því hringing kom hópnum til að
hörfa nokkur skref frá leslinni. Kveðjurnar voru
endurteknar og auknar; hún veifaði vasaklútnum og
ylurinn í augum hennar kom fram á ný; — nú
tunuðu þeir upp. Alt, sem sýnilegt var af henni,
kallaði á þá og þeir á hana; þeir fylgdu eftir. Því
nú voru allir ungu liðsforingjarnir orðnir forsprakkar!
— Nú komu annarskonar tilfmningar í ljós; þeir
kvöddu og hrópuðu; kvöddu aflur og fylgdu lestinni.—
2*