Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Side 26
20
Bjarnstjerne Bjnrnson:
[ IÐUNN
Kliðurinn af sverðum og sporum, lilaskiftin, handa-
tilburðirnir og gangþysinn gerði liana eins og ölvaða.
Hún hallaði sér út yfir gluggakistuna og veifaði til
þeirra og þeir til hennar — en hraðinn óx brátt
um of; nokkrir gálausir unglingar hlupu á eflir,
hinir stóðu kyrrir — stóðu eftir inni í reykjarmekk-
inum og stundu. — Vasaklúturinn hennar sást eins
og dúfa í dimmu skýi.
Þegar hún sneri sér við aftur, þurfti hún að eiga
einhvern að, en mundi eftir augum móður sinnar;
voru þau óbreytl enn þá? — Já.
Þá lét hún sem hún væri hvorki í hita né æsingi.
Hún tók af sér hattinn og lagði hann frá sér. En
augnaráð móður hennar hafði vakið það afturkast,
sem bjó um sig í henni sjálfri. Andstæðar tilfinningar
blossuðu upp; hún vildi dyljast þess; vildi reyna að
ná jafnvægi sínu aflur, og lét því fallast á bekkinn,
andspænis móður sinni, og litlu seinna lagði hún
sig alveg út af. Rétt á eftir heyrði móðirin, að hún
grét, sá það líka á því, hvernig bakið hreyfðist.
Að lítilli stundu liðinni varð dóttirin vör við, að
móðirin kom við höfuð hennar með berri hendinni;
hún var að láta kodda undir það. Þetta hafði góð
áhrif; íinna að móðirin vildi að liún svæíi — það
eitt sefaði liugann. — Já, hún þurfli nauðsynlega að
sofa. — Og fám mínútum seinna var hún í fasta svefni.
II.
Áin rann í stórum bugum. Frá syðri bogagluggan-
um á gestgjafahúsinu liorfðu mæðgurnar á farveg
hennar gegnum hrísið og birkiskóginn. Sumslaðar
hvarf hún sjónum, en kom svo í ljós á ný, og að
síðustu var hún óslitin eins langt og augað eygði.
Yfir á stöðinni drógu menn vöruvagnana. Að baki
gistihúsinu var mylnan, verksmiðjan og sögunarvél-