Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Side 27
IÐUNNI
Hendurnar hennar mömmu.
21
arnar; þung högg og dynkir heyrðust, og fosshljóðið
sjálft í fjarska. Upp úr því öllu tóku hin skerandi
hljóð í borðviðnum, í hvert sinn sem sögin gekk í
gegnum hann. Þetta var ein afbeztu skógasveitunum;
hálsarnir voru dökkir af greniskógi, eins langt og
þær gátu séð, og það var óraleið, því dalurinn var
beinn og breiður.
— »Góða, klukkan er orðin 7. — Hvað er orðið
af hestunum?«
— »Eg liefi gert ráð fyrir, að við gistum hér í
nótt, og færum svo snemma í fyrramálið«.
— »Gistum hér, mamma —?«, hún sneri sér undr-
andi að móður sinni.— »Eg vildi helzt tala við þig
i kvöld«. — Dóttirin varð vör hins sama í augna-
ráðinu sem við burtförina úr Kristjaníu —, hún
roðnaði. Svo sneri hún sér inn að stofudyrunum.
»— Já, eigum við ekki heldur að ganga út«, —
móðirin lagði höndina á öxl hennar.
Skömmu seinna voru þær komnar niður að ánni.
Veðrið var dálítið tvísýnt, og við það var lilblærinn
á ökrum og hliðum þyngri og dekkri, og ekki laust
við beyg í meðvitundinni. Það bar ilm af trjám og
engjum og árniðurinn smaug inn í sál þeirra.
— wÞað, sem ég ætlaði að tala um við þig, var
faðir þinn«.
— »Um pabba —?«. Dóltirin vildi nema staðar,
en móðir hennar hélt áfram. — »Hér sá ég hann í
fyrsta sinni — — — þú heyrðir víst engan nefna
hann á nafn í Kristjaníu?« — »Nei — —«. Á eftir
þessu neii varð nokkuð löng þögn.
»— Það hefir sínar ástæður, að ég hefi ekki talað
nema fátt um hann við þig, Magna. Nú skaltu fá að
heyra þær — því nú get ég sagt þér alt; fyr gat ég
það ekki«.
Hún beið þess, að dóttirin segði eitthvað við þessu,
en hún gerði það ekki.