Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Side 29
JÐUNN,
Hendurnar hennar mömmu.
23
Og þegar Karl Mander var ekki kominn á réttum
tíma — hann gerði það sjaldnast—, þá teygðu allir sig
til að koma auga á liann á veginum; hann átti þá
að koma úr þeirri átt. Eg horfði þangað lika, —
og að lokum komu þrír menn í augsýn, langt í burtu;
oinn stór og tveir litlir. þeir leiddust allir, og sá stóri
var í miðið. Ég sá mjög vel og hugsaði með sjálfri
mér, að enginn þeirra gæti það verið, því þeir flýttu
sér alls ekki. Þeir stóðu nefnilega kyrrir altaf öðru
hvoru; hinn sprettinn komu þeir slagandi ýmist til
hægri eða vinslri. — Fólkið fór að hvísla og flissa.
Þegar mennirnir komu nær, fann ég ósjálfrátt, að sá
stóri var Karl Mander-------og ég fann til blygðunar«.
»Hann var fullur?«
— »Hann var fullur, og þeir allir þrir; augafullir
voru þeir, bæði læknirinn og málaflutningsmaðurinn;
það versta var, að hvorugur þein-a var vinur
hans eða skoðanabróðir. Þeir höfðu ætlað að koma
honum í klípu, því það var tíðkað þá, að reyna að
leika hann grátt. Þeir áttu að sjá um, að hann yrði
fullur, en þeir urðu sjálfir enn þá fyllri«.
»— Hræðilegt, mamma!« Hún vildi nema staðar,
en móðirin hélt áfram göngunni.
— »Já. Eg hafði að vísu lesið hæði eitt og annað
um Karl Mander. En það er alt annað að vera
ásjáandi«.
»Varðst þú ekki hrædd?«
— »Jú, það var viðbjóðslegt. En þegar þeir komu
svo nærri, að ég gat greint andlitin, og allir við-
staddir, sem gátu séð þá, skellihlóu, þá hvarf allur
°di frá mér. Og þegar þeir komu fast að liúsinu, þá
Vlrtist mér Karl Mander svo sérkennilegur, að ég
hafði beinlínis nautn af að horfa á hann. Ég lilýt
að viðurkenna það«.
»Hvernig sérkennilegur?«
»Hann var lífsgleðin sjálf í persónugerfi!— Þó þú