Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Page 36
30
Bjarnstjerne Bjornson:
[IÐUNN
öfgar þess kynstofns, hver á sína hlið, og þær eru
hvor annarar skilyrði. — Annar beitti valdi og ger-
ræði til alls, en hinn vill ekki einu sinni veita mót-
spyrnu. Annar þurfti að kúga vilja allra til að ryðja
sér til rúms; hinn vildi gefa eftir með góðu, í trausti
þess, að þá hyrfi hvötin til mótspyrnu. — Þessi
harðstjóratilhneiging — þessi píslarvættistilhneiging
slafneskra þjóða — sama ótakmarkaða ástríðumagnið
á báðar hliðar. Upprunnið hjá sömu þjóð og við
sömu skilyrði. —
Alt það frelsi, sem við Vesturevrópubúar eigum að
fagna, höfum við unnið með því að setja okkur tak-
mörk — ekki einungis okkur sjálfum, lieldur og
öðrum. Það er, með því að veita mótspyrnu. Hið
vanmáttka er ótakmarkað; það sterkara setur tak-
mörk og heldur sér innan þeirra«.
»En i biblíunni stendur nú líka —«.
»Já, vissulega; en hún er nú líka af austurlenzkum
uppruna. Vesturlandaþjóðir breyta gegn biblíunni.
Það sem ég heíi sagt þér, er eftir föður þínum«.
»Hann þekti Tolstoj —?«
»Nei, en það sem er eldra en bæði Tolstoj og
biblían«.
»Hann var þá mikill mælskumaður?«
»Nei, það þori ég ekki að kalla hann. Hann var
síður fallinn til að vera boðberi nýrra hugsjóna, en
hann sá — hann var spámaður. Já, truílaðu mig nú
ekkil — Hann áleit, að eftir hundrað ár myndi verða
litið eins niður á þá, sem lifðu í iðjuleysi og óhófi,
eins og nú á svikara og saurlífismenn«.
»0, mamma, — hvernig var þér innanbrjósts?«
»Það var eins og rödd hans niðaði og titraði í sál
minni dag og nótt. Mér fanst sem ég væri inni í
þrumuskýi, þar sem ég sat, og þó fanst mér hann
hvorki hrópa né skipa. Nei, það var eitthvað í við-
mótinu, í persónunni sjálfri, og svo röddin. Hún var