Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Page 37
IÐUNNl
Hendurnar hennar niömmu.
31
innibyrgð og djúp; eins og liún kæmi úr hvelíingu.
Ég held, að liann hann hafi talað í meira en tvo
tíma. Færi hann að horfa á eitthvað vist, þá horfði
hann á það eitt tímunum saman; yrði honum litið
út um gluggann, þá hélt hann sér við það. Urræða-
laus, skaltu vita. Augun tindruðu af báli, sem inni-
fyrir bjó; hann stóð álútur eins og tré í brekku. —
Mér datt hreint og beint skógur í hug. — Þegar ég
svo þekti hann betur síðarmeir, þá fanst mér lika
anga skógarilmur af honum. — — Og svo var hör-
und hans svo makalaust skært; t. d. sá hluti hálsins,
sem ekki sólbrann, af því hann var álútur; — þegar
hann svo reisti höfuðið — þú getur ekki gert þér í
hugarlund, hversu smágert og fínt það var. — —
Já. hvernig kom ég nú að þvi að tala um þetta —?
— En það gerir ekkert til; nú er ég þar og vil vera
þar, — hjá föður þínum! Ó, Magna, hvað ég elskaði
hann heitt, og mun elska liann til eilífðar! — Hún
fór að gráta, og þær hvíldu barm við barm. Alt um-
hverfið — hinn föli litblær á skógi og högum, og
árniðurinn, þungur og stríður undir hið yfirvofandi
úrfelli, — alt þetta var andstætt þeirra eigin hugblæ
og hrinti þeim frá sér. En þess innilegar vöfðu þær
hvor aðra að sér og veittu hvor annari stj'rk.
»Magna, þetta kemur alt samhengislaust, sem ég
segi þér. Ég veit að eins, hvert ég vil stefna.
Mann var eins og náttúran á þessum slóðum, stór-
íengieg og ónumin; ég fann óljóst til hins og þessa.
Éér var alt nýtt og óþekt fyrir mig; náttúran lika.
hafði ferðast, en ekki um Noreg.
í*að er sagt um okkur konur, að við getum ekki
*ýsl þeim sem við elskum; — einungis lofað þá ein-
i'oma_ — j£ — jrn vinur hans — bezti vinur hans,
skáldið . . ,a) — hann gat lýst. — Hann var við-
1) IIún nefndí auðvitað nafnið. — llöf.