Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Síða 38
32
Bjarnstjerne Bjornson:
[ IÐUNN
staddur síðasta fyrirlestur Karls Manders, og hann
kom til mín þaðan, þegar faðir þinn' var látinn. Við
töluðum saman um alt það, sem ég gat þá. Hann
skrifaði um hann; það var langbezt af því, sem
skrifað var. Kg kann það utanbókar; ég kann alt
utanbókar, sem sagt var af skilningi og göfuglyndi
um föður þinn.
»Vitið þið hvað hann var?« reit hann. »Ef lands-
lagið, sem ég sé héðan, gæti talað að manna hætti;
ef skógarliálsinn, hár og dimmur, vildi taka undir
við ána, og þau færu að tala saman yfir kollana á
hrísrunnunum, þá kæmu fram þau áhrif, sem maður
varð var, þegar Karl Mander hafði talað, þangað til
niðurinn af hinni djúpu rödd hans og hugsanirnar,
sem hann flutti fram, voru runnar saman í eitt.
Slitrótt og erfiðlega eins og úr djúpi; ráðþrota, svo
hann skifti sífelt um orð, komst hann að lokum að
því sama frá öllum hliðum. Að endingu varð hugs-
unin eins gagnsæ og bjarkarlauf, sem borið er upp
móti sólunni«.
»Var það alveg satt —?«
»Já, truflaðu mig nú ekki! — »Mér virtist Karl
Mander oft svo frábrugðinn öllum öðrum, því líkasl
sem hann væri alt annarar tegundar. Hann var ekki
eins og einstaklingur, heldur þjóð. Hann rann
fram hjá eins og vatnsfallið, — eftir landslagi og
staðháttum, en án afláts. Það var svo bæði í orði
og verki. — Röddin var heldur ekki mannleg; hún
líktist nið í fjarska. Hreimfegurðin einbrotin og
óslitin, en þó þunglyndisleg og seiðandi«.
^Petta minnir á hafið, mamma!«
Móðirin var svo hrifin af endurminningunni, að
hreyfingar hennar, augnaráð og áherzlur voru eins
og ungrar stúlku. Nú nam hún slaðar.
»Á hafið, segirðu —? Nei, nei, nei, ekki á hafið.
Það er að eins auga. Nei, góða, ekki á liafið! t*að á