Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Page 40
34
Bjornstjerne Bjornson:
t IÐUNX
ekki annað en hafa handstúkur, þegar stigið væri á
ræðupall, en það var auðséð, að hann var ekki vanur
við slíkt! — Hann hafði kruplað þær; þær höfðu
losnað, eða kannske aldrei verið hneptar, og llöktu
fram á handarbökin. Hann stríddi við þær. Eitthvað
var athugavert við vestið hans líka; ég held helzt,
að það liafi verið skakt hnept, því annar boðangur-
inn gúlpaði út, svo sá i axlarbandið, — að minsta
kosti þaðan sem ég var, nefnilega á lilið við hann,
þannig að Ijósið féll á hann.-----Þessi stóri maður,
með álúta höfuðið. . . . Augu mín fyltust tárum.
Eg fann það eins glögt og hugsasl getur, að það
þurfti að hjálpa honum og aðstoða hann. Mér
hafði ekki hugsast, að ég mundi hjálpa honum.
Hugsun mín hafði ekki náð lengra en það, að hann
þyrfti að njóta ástúðar og umhyggju«.
Hér yfirbugaði endurminningin hana, og hún sneri
sér undan.
í augum dótturinnar var móðir hennar orðin önnur
manneskja.
það var ekki lengur konan, sem vann og stjórnaði
heima; ekki sú, sem sendi henni alvarleg og íhuguð
bréf. — En þær ástríðutilfinningar, og hvað þær
fóru henni vell
»Hvernig leið þér svo, elsku mamma?«
MÞannig, að ég var eins og i dáleiðslu. Við fórum
burtu þaðan daginn eftir og settumst að skamt það-
an, sem bújarðir hans lágu. — Þar eð sumt af okkur
þurfti að sofa á bæjunum i kring, þá kaus ég mér
að vera á þeim, sem næst lá heimili hans; ég hafði
þó vit á því!
Og af því ofsinn í mér var nú orðinn óviðráðan-
legur, þá sendi ég honum nafnlaust bréf. Eg bað
hann að tala við mig. Við gætum mæzt milli bæj-
anna, þar sem vegurinn lægi um skóginn hans.