Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Page 42
36
Bjornstjerne Bjornson:
[IÐUNN
öðrum. Hann hefði getað sagt ýmislegt um drotn-
inguna, sem hann þekti beinlínis; nú hefði hann
gleymt þvi. Svona liélt liann áfram og horfði í augu
mér. Augu hans voru einlæg, en sterk, og seiddu
mig til sín. Hans órannsakanlega og einfeldnislega
hreinskilni niðaði í kyrrum skóginum. í augnaráðinu
lá altaf eins og þessi spurning: »Haldið þér það ekki
líka, ungfrú?« — Það er ómögulegt að gera sér grein
fyrir, hversu óvitandi þau augu voru um áhrif sín.
Hann lalaði og ég liluslaði á, og nær og nær geng-
um við hvort öðru. En sú ánægja, sem gagntók mig,
svo ég kom engu orði upp; — hvað liefði ég líka
átt að segja? — já, hún varð að lokum alveg óvið-
ráðanleg og hl^ut að brjótast út. — Eg heyrði alt í
einu sjálfa mig hlæja! Þá hefðirðu átt að sjá, •— hann
tók undir við mig umsvifalausl; hló svo undir tók í
skóginum! Fiskimennirnir fóru fram lijá rétt um það
leyti, til þess að vera komnir á miðin í sólarupprás; þeir
lögðu upp árarnar og hlustuðu; það þektu allir hlát-
urinn hans. Eg þekti hann líka, síðan hann kom
með læknirinn og málafærslumanninn í eftirdragi.
Skógarguðinn bjó í honum;— auðvitað Norðurlanda-
skógarguð, tröllaukinn skógbúi, útilegumaður, gáska-
fullur, en saklaus, með sitt bjarndýrið undir livorri
hendi! Já, eitthvað á þessa leið. Ekki tröll, eins og
þú skilur; þau eru svo lieimsk og vond«.
»Þú segir »saldaus«, mamma? Hvað átlu við með
því, að hann væri saklaus? Hann, sem þó jafnframt
gat verið svo óstjórnlegur?«
»Að ekkert ilt beit á hann. Hann var jafn-mikið
barn þrált fyrir alt, sem hann hafði reynl og þekt.
Ég segi þér satl, jafn-viðkvæmur og jafn-óvitandi.
Hann hafði svo öfluga breytingarhæfileika, að þeir
kæfðu alt, sem ekki átti við eðli hans. Síðan varð
þess aldrei vart«.
»Mamma, hvernig gekk þetta þá? Ó, hvers vegna