Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Síða 43
IÐUNN]
Hendurnar hennar mönimu.
37
hefir þetta komið fyrir þig, en ekki mig?« Hún var
horíin um leið.
Móðirin lét hana sjálfráða; hún settist á stein og
beið. — Það var reyndar gott að hvíla hugann um
slund. Hún sat þarna lengi og hefði gjarna setið
lengur. En nú fór veðrið að verða úrkomulegt . . . þá
kom Magna til baka, með blómvönd í hendinni; þar
var raðað nokkrum fallegustu skógarblómunum *og
smágerðu grasi umhveríis furukvist með könglum á;
grágrænum hálfþroskuðum könglum. — »Heyrðu,
mamma? Var hann ekki svona? — Nei, elsku
mamma, græturðu?«
»Af gleði, barn mitt, sorg og gleði í einu. Þér mun
einhverntíma skiljast, að það er heilnæmasti grátur,
sem til er!«
En Magna hafði kropið niður í grasið við hlið
hennar. »Mamma, þú getur ekki imyndað þér, hversu
hamingjusama þú liefir gert mig í dag!« — »Eg sé
það, elsku barn. — t*að var rétt af mér að bíða!
Það var erfitt, mátlu vila, en það var rétt af mér«.
»Manima, elsku mamma! Við skulum nú koma
aftur að skóginum heirna, að þjóðveginum þar! Lof
mér að heyra áfram! Þar var það þá! Mamma, segðu
mér það! Hvernig fór þetta, góða mamma? Ó, hvað
þú ert indæl! Hjá þér er altaf eitthvað nj'lt að finna«.
Móðirin strauk hendinni yfir hár hennar og
hljóðnaði.
»Mamma, ég man vel, hvernig þjóðbrautin í skóg-
muni er að næturtíma. Við Lára gengum þar saman
sumarið eftir að hún trúlofaðist og þar sagði hún
mér, hvernig það liefði atvikast. Fiskimennirnir reru
líka framhjá þá, einmitt þegar við komum fram í
eitt rjóðrið. Við földum okkur bak við stóran stein.
°g þrösturinn bj’rjaði að syngja og ýmsir aðrir fuglar;
en það, sem gagntók mig mest, var ilmurinn«.
»Ja, fanst þér það? Og það var víst þess vegna,