Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Qupperneq 44
38
Bjarnstjerne Bjornson:
| IÐUNN
að mér fanst ætíð síðan anga skógarilmur af Karli.
— Nú verð ég að segja þér, liversu hann var sneiddur
því, að vita mikið af sjálfum sér, — ja, hvernig á ég að
koma orðum að því? — Við stóðum og horfðum út
yfir vatnið. »Ó, hvað það vekur mikla þrá«, sagði
ég. — »Já, til að baða sig, finst yður ekki?« sagði
hann.
Magna fór að skellihlæja; móðirin brosti. »Eg skil
það alt betur nú. Honum var vatnið miklu dýrmæt-
ara en okkur. Hann laugaði sig öllum stundum; fyndist
hann ekki á slcrifstofunni eða úli á víðavangi, þá
var hans þar að leila. Honum var baðið sterk
eðlislilhneiging; hann sagðisl vilja finna hin köldu
faðmlög jarðarinnar.
Annars fór það svo, að hann fór að ldæja líka,
þegar hann sá mig hlæja. Já, við hlógum svo, að það
varð eins og samsöngur«.
»En, mamma, hvernig atvikaðist hitt? Nú get ég
ekki beðið lengur!«
»Ég kom lieim um fólaferðartíma, og svona gekk
það hverja nóttina eftir aðra. Einu sinni kom rign-
ing og við gengum saman undir sömu regnlilíf. Éað
var víst það, sem réð úrslilum«.
»Úrslitum —? Hvernig?«
»Jú, eflir að við höfðum leiðsl einu sinni, þá varð
það líka þanriig eftir það«.
»En hitt fólkið, mamma? Voruð þið ekki lirædd
við það?«
»Nei, það voru engir aðrir til fyrir okkur. Ég man
annars ekkert annað, sem fyrir mig kom um það
leyti . . . Það fór þannig, að eina nótt liöfðum við
sett okkur niður . . .«.
»Ó, nú kemur það!«
»Ég hafði viljað setjast; ég gat eins og ekki borið
þetta lengur. Nóttin svo dýrðleg, kyrðin, og við tvö;
— hann liorfði stöðugl í augu mér, þegar hann lalaði,