Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Page 46
40
Bjornstjerne Bjornson:
r IÐUNN
þeir koma. En þannig var það ekki; það voru gamlir
tónar, sem hún lieyrði nú hljóma aftur.
Skömmu seinna sagði hún í liálfum hljóðum, —
dóttirin þurfti að færa sig nær, því árniðurinn greip
orð og orð —: »Nú skal ég segja þér nokkuð,
Magna--------ég hefi aldrei minst á það við þig og
aðrir munu ekki liafa gert það heldur — —«.
»Hvað er það, mamma? Þú gerir mig felmtsfulla«.
»Pegar ég hitti föður þinn — — var ég trúlofuð«.
»Hvað segirðu? — Þú, mamma?«
»Já, trúlofuð, og komin að giftingu; þetta var
seinasti mánuðurinn, sem ég ætlaði að vera lijá
drotningunni. Trúlofunin var ráðin og átti að kunn-
gerast með mestu viðhöfn«.
»Hver var það?«
»Það kemur að þvi! — — Hafði ég sagt þér, að
þegar ég kyntist föður þínum, hafði ég í rauninni
gefið sjálfa mig upp?«
»Þú, mamma — nei«.
»Ég áleit, að ég hefði einskis að vænta af lífinu,
eða, að ég hefði ekki eftir neinu að bíða. Flestar
stúlkur, sem ná 28 ára aldri, án þess nokkuð komi
fyrir, — nokkuð, sem er þess vert að breyta ráði
sínu fyrir, þær halda að alt komi út á eitt. Sá aldur,
eða árin þar í kring, er hættulegastur«.
»Hvað áttu við?«
»Þá gefast flestar stúlkur upp«.
Hún tók handlegg dóttur sinnar og þær gengu á
stað.
»Ég verð þá að játa það fyrir þér«. En hún þagði.
»Hver var það, mamma?«
Hún sagði það svo lágt, að móðirin heyrði það
ekki, en hún vissi, hvað það myndi vera.
»Það var maður, sem þú ber lilla virðingu fyrir,
barn mitt, og það maklega«.
»Frændi —?«