Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Side 47
IÐUNN ]
Hendurnar hennar mömmu.
41
»Hvers vegna dettur þér það í hug?«
»Eg veit ekki. — — En var það ekki hann?«
»Það var hann. Já, ég sé þú skilur það ekki. Pað
hefi ég lieldur aldrei gert. Hugsaðu þér það: faðir
þinn — og hann. Og þetta hér um bil samtímis! —
Hvernig lízt þér á mig? En gættu sjálfrar þin, dótlir
mín! —«.
»Mamma!«
»Nú, nú, — þú átt móður, en því átti ég ekki að
heilsa. Og svo var ég við hirðina. Og á hættulegasta
skeiðinu; það hefi ég sagt þér. Þegar maður er að
'erða kærulaus um alt. — —
Eg hafði nú líka leikið þann leik, sem við sáum
1 dag. Ekki með þínum hæfileikum. Já, snúðu þér
undan! — Ég hafði fengið talsverðan viðbjóð á lífinu;
meðal annars á sjálfri mér. Og var svo þarna og
hafnaði, þangað til alt var að verða um seinan«.
»En — að taka svo frænda!« sagði Magna alt í
einu aftur.
»Við höfðum nú annað álit á honum þá. En ég
V*1 ekkert rifja það upp nú; ég viðurkenni að eins,
að það var viðbjóðslegt.
Svo ræður þú sjálf, hvað þú hugsar um það — ég
a við orsakirnar til, að af þessu varð«.
Iióttirin slepti handlegg móðurinnar og horfði á
hana — — —
»Já, Magna, við breytum ekki ætíð eins og við erum
mfenn til. Eg hefi sagl þér, að ég var á viðsjálasta
^ldursskeiðinu.
Þú skilur þá líka, hvernig mér var innanbrjósts,
Þegar ég kjmtist föður þínum. — Þvi ekki eru nú
emtómir einskildingar í mér heldur«.
»En svo aðrir, mamma? — Hvernig slapstu frá
þessu við þá, — hirðina, ættfólkið, frænda og alt
hans fólk? Það hefir hlotið að verða uppþot og vakið