Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Qupperneq 50
44
Bjornstjerne Bjornson:
[IÐUNN
»Siðan skildi með okkur, hefi ég hugsað svo mikið
um samvist okkar. Eg skal segja þér, að ég álit, að
allir afburðamenn hafi þetta einfalda og óstýriláta
við sig. Það veltur þess vegna svo mikið á staðhátt-
um og samverkamönnum, hvernig slarf þeirra gengur.
En fyrst og freinst á því, að þeir fái aðstoð konu.
Alt er undir aðstoðinni komið.
Karl Mander talaði oft við sjálfan sig. Honum leið
bezt innan um bændurna; þeir trulluðu hann minst.
— Bækur og umhugsanir, búskapurinn og böðin ...
og svo einstöku sinnum ræðuhöld og drykkjuslark,
helzt hvað á eftir öðru — þannig hafði líf hans verið
að þessu«.
»En hann drakk þó ekki, mamma? Hann var ekki
drykkfeldur? Eða var það?«
»Ekki frekar en þú eða ég! Það var að eins vottur
um lífsánægju og ófullnægða félagslund, þegar það
var. Til dæmis í seinasta sinn . . . «.
»Já, þá —! Hvernig stóð á, að þú varst þar ekki —?«
»Þá varst þú nú komin til, barn, og ég hafði þig
á brjósti, svo ég gat ekki farið. Það hefði líka alt
farið vel, ef maður einn hefði ekki verið svo óvarkár
að mæla fyrir minni mínu, við samátið, sem var á
eftir fundinum! — Þá slepti hann sér alveg! Þar
var efni allra umtalsefna, og um það hafði hann
aldrei talað til fulls við nokkurn mann! Það var
sagt, að það hefði verið eins og þegar maður stökkvi
olíu á eld; hann talaði um eiginleika rnína svo tug-
um skifti að minsta kosti, um hjónabandið og föður-
gleðina, hann . . . «.
Hún gat ekki haldið áfram. Hún seltist og dótlirin
hjá henni. Báðar grétu. Árniðurinn strauk þær sinni
hörðu hönd, en hann hughreysti á vissan hátt: Það
dugir ekki, hversu sem við grátum. Straumurinn fer
sína leið, án viðnáms, sína erfiðu leið til sævar.
Bak við rödd náttúrunnar hvíslaði endurminningin