Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Qupperneq 52
4G
Bjornstjerne Bjornson:
1IÐUNN
eða ég hjá honum. Og á þjóðveginum, í haganum,
selinu, á vatninu eða ísnum, við vinnu eða eftirlit,
saman, eða, ef við vorum aðskilin, þá einungis til
að ná sem fyrst saman aftur. En því meira sem við
vorum saman, því dýrmætari varð hann mér. Mér
var hugsanagnóttin ekki aðalatriðið, heldur maður-
inn. Að finna hreinskilni hans, sem var tær og djúp,
var mín mesta unun í lífinu. Huglátssemi hans við
mig — eða hvað ég á að kalla það — er í huga
mínum samandregin í eina mynd: stóra höfuðið
hans í kjöltu minni. Þar lagði hann það oft og
sagði í hvert skifti: »Hér er gott að vera!««
Og dóttirin lagði nú höfuðið í skaut móðurinnar,
með ekka.
í*að tók að rigna; þær stigu á fætur; þær urðu
að halda heimleiðis. Litla húsaþyrpingin, uppi við
stöðina, sýndist liggja fjær vegna regnsins, en varð
alúðlegri. Landslagið varð líka samlitara og hýrlegra;
birkið angaði margfaldlega.
»Já, barn mitt, nú held ég, að ég hafi gefið þér
dálítið af hans þrá. Er það ekki satt?« Hún sneri
sér að henni.
Dóttirin grúfði sig að henni í svars stað.
Það leið stundarkorn, áður en þær héldu á stað aftur.
»í>ú hafðir þrána; hún er arfur, og ég heíi aukið
hann í þér. Háleitum hlutverkum, göfugum mönnum
og konum hefi ég lýsl fyrir þér. Það gerði hann. Eg
hefi laugað þig í háleitum hugsunum, eins og hann
laugaði sig í náttúrunni, til að fá sínum hugsunum
svölun.
Eg vissi, að ég breylti í hans anda, þegar ég sendi
þig frá mér. En ég þekti bezl herklæðin, sein þú
barst. Þau voru frá honum.
Og þó — Magna!«
Dóttirin losaði liandlegg sinn ósjálfrátt og nam
staðar. Hún eins og stakk fyrir sig fótum.