Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Qupperneq 53
iðunn1
Hendurnar hennar mömmu.
47
»Já, ég veii það. Þetta er þriðja sinn í dag, að þú
finnur, að ég vil ráðast á þig. Og ég vil ráðast á þig.
Það var í veizlunni hjá frænda þínum, að þú
sagðir, þegar ég ætlaði að setjast að kyöldverðinum:
»Mamma, þú gazt vel haft glófana á höndunum«. —
Þú fyrirvarðst þig fyrir mínar vinnuhendur«.
»Mamma, mamma —!«; hún sneri sér undan og
gi'úfði andlitið í höndum sér.
»Eg ætla að segja þér, barn mitt, að án þessara
starfandi og ráðstafandi handa, værir þú ekki það,
sem þú ert nú. Hafir þú verið í félagsskap, þar sem
fionu var niðrun að slíkum höndum, þá hefir það
verið óhollur félagsskapur.
Þú nauzt félagslífsins í dag — nauzt þess, eins og
þér fyndist þú vera eitthvað mikið!«
»Nei, mamma! — Nei, nei!«
»Neitaðu því ekki. Ef til vill liefir þú fundið til
samvizkubits af því, eða ótta við það; það má vera;
ég stóð þar nú, svo að ég má vita það.
En nú áttu að velja. Eg vildi, að því væri lokið,
áður en þú stigir inn í hús föður þíns, barn mitt.
Vinna, eða það þarna, — hitt«.
»Ó, mamma, þú gerir mér rangl til. Ef þú vissir—!«
»Gæti ég komið þér til að elska föður þinn; —
°g ég skal láta þér alt í té, og hæfileikana hefirðu —,
gæti ég í sannleika fengið þig til að elska hann, ja,
þá veit ég framtíð þina. Við konur þurfum að elska
fil þess að trúa«.
[J. G. P. þýddi.]