Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Qupperneq 55
iðunn] Porl. H. Ujarnason: Raymond Poincarc.
49
En eftir viðsjár þær, sem liófust með Þjóðverjum
°g Frökkum sumarið 1911 við komu þýzka her-
skipsins »Panther« lil Agadir í Marokko og hjna
inargvíslegu vafninga, sem af því leiddi, lók almenn-
ingur á Frakklandi að vantrejrsla hinum áköfu fram-
sóknarmönnum og heimta styrkari og samhentari
stjórn en þjóðin hafði átt við að húa nokkur undan-
farin ár. Það var því einmitt i anda almenningsálits-
ins, að Fallieres forseti, þegar Caillaux-ráðaneytið
fór frá, fól Poincaré að mynda nýtt ráðaneyti. Hann
gekst undir það, þegar Falliéres skírskotaði til þjóð-
rækni hans, og 13. janúar 1912 tókst honum með
ráðdeild sinni og dugnaði að setja hið svonefnda mikla
samsteypuráðaneyli á laggirnar, er dró nafn af því,
að í því voru ýmsir mikilsmetnir og þjóðkunnir
stjórnmálagarpar, svo sem Bourgeois, Delcassé og
Eriand. Áður en vér gerum grein fyrir aðgerð-
dm þess, verðum vér að víkja að ætt, uppvexti og
slarfsemi Poincaré’s fram til 1912.
Kaymond Poincaré er fæddur í Bar-le-Duc,
smábæ einum í Lothringen, 20. dag ágústmánaðar
1860. Faðir lians, Antonine Poincaré, var verkfræð-
ingur, er hafði á hendi umsjón vegamála. Hann var
einkar réttsýnn maður og vandaður, vel mentaður
°g háltprúður og lagði snemma stund á að gera son
sinn að nýtum manni og góðum borgara. Ivona lians
var stórgáfuð, fríð sýnum og fasllynd, og lifði og
starfaði, að því er syni hennar segist frá, eingöngu
fyrir heimilið. í*að var líka sakir eindrægni, góðrar
!'eglu og híbýlaprýði fyrirmynd annara heimila. í
foreldrahúsunum var hver dagurinn öðrum líkur,
þar til styrjöldin milli Frakka og Fjóðverja gaus upp
1870. Húsbóndinn sendi þá fjölskyldu sína til bað-
staðarins Dieppe til »hálfsmánaðar dvalar«, en þessi
hálfsmánaðar tími varð að þremur mánuðum. Fegar
sveinninn kom loks aftur heim til föðurhúsanna háru
löunn m. 4