Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Page 56
50 Þorleifur H. Bjarnason: [iðunn
þau og ættborgin ýmsar menjar usla og hervirkja.
Borgin var á valdi Þjóðverja þar til sumarið 1873
og Poincaré forseti minlist þess fyrir nokkrum árum
með svofeldum orðum: »Mér er sem ég heyri enn
sverð hinna prússnesku liðsforingja glamra yfirlætis-
lega við steinlögðu strætin, og vaknar þá á ný í
brjósti mér þótti sá og metnaður, sem skapraun þessi
blés mér ungum i brjóst«.
Ekki er kyn þótt Poincaré hafi nú í heimsstyrjöld-
inni gerst einhver öfiugasti formælandi þess, að
Frakkar hefndi ófaranna 1870 og 1871.
Raymond var snemma settur til náms. Hann stund-
aði það af kappi og gat sér góðan orðstír, enda var
hann stórgáfaður og bráðþroska, en jafnframt einkar
athugull og gætinn. Madame Clemenceau-Jacquemaire,
er þykir hafa lýst honum einna bezt, kemst svo að
orði um hann í blaðagrein, er birtist i »Neue Freie
Presse« 21. júlí 1912: »Honum heíir aldrei mistekist
nokkur fyrirætlun, hvorki þar sem um próf, sam-
kepni eða kosningar vár að ræða. Ef vikið er að
því við hann í samræðu, þakkar hann það ekki
góðgirni og hugulsemi örlaganna, heldur ætlar, að
það stafi af varfærni sinni; hann kveðst aldrei hafa
lagt út í nokkurt fyrirtæki, nema hann ætli sigurinn
vísan. Frá barnæsku stóð hugur Raymonds Poincaré
til þess að vera einatt fremstur á öllum sviðum.
Allir félagar hans vissu, að það lá fyrir honum að
verða mikill maður, og þeir gerðu að eins nokkrar
máttlitlar tilraunir til þess að bægja honum frá önd-
vegissessinum, er atorka lians og dugnaður og miklir
andans yfirburðir helguðu lionuin að sjálfsögðu«.
Þó að Poincaré sé gæddur miklum andans yfir-
burðum, þá var hann þó nokkra hríð óráðinn í,
hvað hann ætti að laka fyrir. Faðir lians vildi, að
liann legði fyrir sig verkfræði, en Raymond var því
fráhverfur. Hann langaði einna mest til að verða