Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Qupperneq 57
IÐUNN ]
Raymond Poincaré.
51
rithöfundur og orti kvæði og samdi skáldsögu, er
var birt í blaði einu í Nancy. Undir dulnefni gaf hann
þar að auki iit smásögu eina, er André Theuriet,
nierkur franskur rithöfundur og skáld, fór lofsam-
legum orðum um, en réð saml sem áður hinum unga
höfundi að komast í einhverja þá stöðu, er gæíi eitt-
hvað i aðra hönd. Raymond lét sér ráð lians að
kenningu verða. Hann fór að stunda lög af »miklu
kappi, en lítilli löngun«, og hlaut síðan doktorsnafn-
hót fyrir ritgerð eina lögfræðislegs efnis. Hann varð
nú aðsloðarmaður hjá mikilsmetnum málaflutnings-
nianni og fór það starf vel úr liendi, enda stundaði
hann það með miklum áhuga og fékk miklar mætur
ú því. Átti það einkar vel við liina góðu dómgreind
hans, hinn skarpa skilning og •óviðjafnanlegu rökfimi.
En þegar hann fór að eiga með sig sjálfur, veitti
honum í fyrstu örðugt, eins og mörguin ungum mála-
hutningsmönnum, að ná í skiftavini, og lá við, að
hann yrði vondaufur um, að hann gæti unnið fyrir
sér. En þá hljóp faðir hans undir hagga með honum
°g styrkti hann til ulanfarar. Fór hann allvíða um
iönd, lærði útlendar tungur og sá og heyrði margt,
setn hann hafði gagn af. Þegar liann kom aftur heim,
iók hann á ný að flytja mál og fékk þá brátt mikið
°>'ð á sig, voru honum nú falin mörg mál, er honum
græddist fé á. Hann þótti lieppinn og slyngur mála-
hutningsmaður, einkar rökvís og snar til sóknar
°8 varnai-, en laus við málskrúð og huginyndaflug.
Frá því að stjórnarby.ltingin mikla hófst á Frakk-
landi hefir það verið altílt, að málallutningsmenn
þar í landi leituðu sér frægðar og frama með því að
gefa sig við stjórnmálum. Raymond Poincaré vék inn
a þessa braut, þegar hann um eins árs tíma hafði
verið handgenginn Develle búnaðarráðherra, og var
kosinn á þing sumarið 1887. \ fyrstu lét hann mjög
hlið á sér bera og lagði fátt eitt til málanna, en
4*