Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Page 58
52
Porleifur II.. Bjarnason
I IÐUNN
vann þess ósleitilegar í nefndum og á nefndarfundum.
Poincaré var kjörinn í fjárlaganefnd og nokkru .síðar
var lionum falin framsaga fjárlaganna; leysti hann
það starf snildarlega af hendi, enda tóku stjórnmála-
leiðtogarnir nú að gefa hinum unga manni gaum og
telja hann gott efni í ráðherra. Loks kvaddi Charles
Dupuy, sem einnig hefir verið kallaður »Karl djarli«,
liann vorið 1893 til kenslumálaráðherra. Upp frá því
gegndi hann um þriggja ára skeið einhverju ráð-
herra-embætti, því að um þær mundir voru tölu-
verðar stjórnmálaviðsjár á Frakklandi og ráðanejdis-
skifti því afar-tíð. En hann mun hafa orðið þess
var, að hann gat ekki komið sér við, eins og hann
vildi, og dró sig því um nokkur ár vit úr baráttunni
um völdin, til þess að .gefa sig allan við málaílutn-
ingsstarfinu, er var nú orðið einkar arðvænlegt. Er
talið, að liann hafi meðfram gert það fyrir orð móður
sinnar, er hann hefir alla æfi borið mikla virðingu
fyrir. Var það löngum viðkvæði liennar, »að ráð-
herrastaðan væri engin atvinna«. Honum var og
sjálfum fullkunnugt um, að mikil auðæfi eru á Frakk-
landi, sem víða annarstaðar, þung á metunum, þegar
um stjórnmál er að ræða, og að stjórnmálamenn þeir,
sem sagt er um; »Þeir eru ekki á nástránum« verða
öðrum fremur þar í landi eflirlætisgoð almennings.
Vegur hans óx mikið, þegar lvann 1899 færðist undan
að verða við áskorun Loubet’s forseta, að stofna nýtt
ráðaneyti. Sýndi hann þá sem fyr, að hann fór að
engu óðslega og kunni að bíða byrjar. Árið 1906
varð hann ráðherra í Sarrien-ráðaneylinu, en liann
naut sín þar ekki, enda átli hann eins og forsætis-
ráðherrann í sífeldum brösum við Clemenceau, sem
kallaður hefir verið »ráðaneytabaninn«. Þegar Sarrien
varð innan skamms að fara frá og Clemenceau varð
forsætisráðherra, bauð hann Poincaré að gerast utan-